Réttur


Réttur - 01.08.1961, Page 1

Réttur - 01.08.1961, Page 1
RETTUR TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL 3. HEFTI • 44. ÁRG. 1961 ÞÓR VIGFÚSSON : ísland og Efnaliagsbandalag Evrópu Stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, (byggist á sáttmála, sem fulltrúar V-Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Luxemburg undirrituðu í Róm 25. marz 1957 og gildi tók 1. janúar 1958), var tvímælalaust einn af merkari viðburðum í þróun auð- valdsríkjanna eftir síðari heimsstyrjöld. Þýðir stofnun bandalags- ins, að auðvaldsríkjum V-Evrópu og auðhringum þeirra hafi loks- ins tekizt að samræma svo hagsmuni sína, að þau geti farið að lifa saman og starfa saman árekstralaust í einu ríkjabandalagi og jafvel síðar í einum bandaríkjum? Efnahagsbandalag Evrópu var ekki stofnað vegna þess að auð- valdsskipulagið og heimsvaldastefnan hefðu breytt eðli sínu. Hún byggist eftir sem áður á arðráni, innávið og útávið. Og samningar og bandalög milli heimsveldanna og auðhringa þeirra eru ekkert nýtt fyrirbæri í sögu þeirra. Þar skiptast á samningar og samnings- slit, bandalög og upplausn þeirra, allt eftir hagsmunaaðstæðum á bverjum tíma. En Efnahagsbandalag Evrópu gengur lengra og er

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.