Réttur - 01.08.1961, Síða 5
R É T T U R
229
stjórn NATO töldu nauðsynlegar til að draumur þeirra rættist. Það
sýndi sig, að auðvaldsríkin höíðu ekki bolmagn á við sósíalísku
ríkin.
Þetta kom fram í tvennu:
a) Það var engin pólitísk yfirstjórn NATO til, sem þvingað gat
ríkisstjórnir aðildarríkjanna til að framkvæma hernaðaráætlanir
hershöfðingjanna, bæði hvað snertir fjárframlög til hervarna og
herskyldu.
b) Með NATO-sáttmálanum er ekki tryggilega frá því gengið, að
öll aðildarríkin verði að taka þátt í hernaðaraðgerðum, sem eitt-
hvert þeirra byrjar á eða lendir í. Sem stendur er ekki ómögulegt
fyrir t. d. Dani eða Norðmenn að neita að taka þátt í stríði, sem
USA byrja á gegn Sovétríkjunum.8)
Það sem því vakir fyrir hernaðarforsprökkum Vesturveldanna
með stofnun Efnahagsbandalagsins er annars vegar að samtengja
svo hagsmuni horgarastéttanna í löndum þess, að enginn þeirra hafi
áhuga á því að standa hjá, ef af styrjöld verður við Sovétríkin, hins
vegar að koma á pólitískri yfirstjórn, sem þvingað gæti hin ein-
stöku aðildarríki til að gera það, sem þau hafa iðulega hummað
fram af sér til þessa. Sú yfirstjórn myndi skapast með stofnun
Bandaríkja Vestur-Evrópu, og Efnahagsbandalagið er hugsað sem
áfangi á leiðinni til þeirra.
Um þessa pólitísku hlið Efnahagsbandalagsins sagði Hallstein,
forseti þess, í ræðu í Luzern í október síðastliðnum.
Að það kœmi ekki til mála að takmarka Efnahagsbandalag
Evrópu við efnahagsmál. Þar sem efnaliagsstefnan vœri mik-
ilvœgur hluti innanríkisstefnunnar, væri framlenging Efna-
hagsbandalagsins í hin hreinu stjórnmál eðlileg og rökrœn af-
leiðing, sem gert vœri ráð fyrir í uppbyggingu og sáttmála
bandalagsins. Samvinna aðildarríkjanna um utanríkismál,
menningarmál og varnarmál yrði því óhjákvœmileg, samfara
efnahagssamvinnunni.°)
Yfir íslenzku þjóðinni vofir því sú hætta, gangi hún í Efnahags-
bandalag Evrópu, að hún komizt í þá aðstöðu, þegar fram líða stund-
ir, að verða að greiða skatta til erlendrar yfirstjórnar og hlýðnast
erlendum fyrirskipunum um herútboð og herskyldu íslenzkra manna.
Sú skólaæska íslenzk, sem nú er að vaxa upp, ætti þá kannski eftir
að verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að berja niður verkföll á
meginlandi Evrópu, á meðan erlendir dátar gerðu það hér heima.