Réttur - 01.08.1961, Qupperneq 7
R E T T U R
231
Viljinn til að stofna Bandaríki V-Evrópu er líka til staðar í Eng-
landi, þótt hann sé e. t. v. ekki eins sterkur og í V-Þýzkalandi og
hinum Sexveldunum. Og eitt er öruggt: Það er vilji og tilgangur for-
vígismanna Sexveldanna, fyrst og fremst V-Þýzkalands, að auka
hina pólitísku sameiningu Efnahagsbandalagsins. Er líklegt að þeir
myndu samþykkja að taka önnur ríki inn í Bandalagið, ef þeir
héldu, að þar með væri hugmyndin um Bandaríki V-Evrópu úr
sögunni?
Þvert á móti. Þessi hugmynd lifir enn góðu lífi, eins og fram
kemur í því, sem stórblaðið Die Welt í Hamborg hefur eftir aðilum,
sem náið samband hafa við v-þýzku ríkisstjórnina, eftir að kunnugt
varð um ákvörðun Breta að sækja um inngöngu í Efnahagsbanda-
lagið (Die Welt, 3. ágúst, 1961, bls. 2):
„Þar sem sambandsstjórnin stóð að því að stojna Efna-
hagsbandalag Evrópu, knúin þeim vilja sínum, að sameina
Evrópu stjórnmálalega, lítur hún á aðild Stóra-Bretlands og
annarra ríkja fyrst og fremst frá þessu sjónarmiði.“
Það verður unnið af auknum krafti að þessari hugmynd, og hún
mun fá aukinn hljómgrunn í V-Evrópu í þeim mæli sem sósíalísku
löndin eflast. Það getur tekið lengri tíma að koma henni í fram-
kvæmd með 13 ríkjum en 6, en þróunin mun stefna í þá átt. Því
lengur sem bandalagið starfar og borgarastéttir aðildarríkjanna
blandast, þeim mun minna mun fyrirfinnast af sjálfstæði og sjálf-
stæðisvilja smáríkjanna í Efnahagsbandalaginu. Við Islendingar
myndum ekki vera nein undantekning um það. Þegar forgöngu-
mönnum Bandaríkja V-Evrópu finnst tími til kominn og krafta-
hlutföll orðin sér hagstæð innan Efnahagsbandalagsins, munu þeir
leggja til að því verði breytt í Bandaríki. Það verður gert, og þá
munu smáríkin fylgjast með án þess að æmta eða skræmta.
í þeim mæli, sem sósíalísku löndin eflast, og það efast víst fáir
um að þau muni gera á næstu árum og áratugum, mun einmitt vilj-
inn til pólitískrar sameiningar V-Evrópu vaxa meðal ríkjanna í
Efnahagsbandalaginu. Tilvera sósíalísku ríkjanna mun í framtíð-
inni ekki verða veigaminnsta atriðið, sem eflir þann viija, fremur
en hingað til.
Það er rétt að geta þess hér, að einmitt út frá þessu sjónarmiði
hafa forystumenn Bandaríkja N-Ameríku lagt fast að öllum ríkis-
stjórnum í V-Evrópu að sameinast stjórnmálalega. Það var ekki
sízt fyrir slíkar áeggjanir að enska ríkisstjórnin ákvað að sækja