Réttur - 01.08.1961, Qupperneq 13
R É T T U R
237
tegundum myndi verka í sömu átt, þ. e. koma í veg fyrir verðlækkun
til lengdar. í dæminu um danska smjörið myndu þessi tvö atriði
þýða, að það myndi hækka í verði upp í það, sem íslenzka smjörið
kostaði áður, þegar íslenzkir bændur eru hættir að framleiða smjör.
í þriðja lagi: Ég gat þess áðan, hvað afnám tollanna myndi þýða
fyrir verðlagið, þegar söluskatturinn væri kominn í staðinn. í við-
bót við það kemur þetta atriði: tollar voru misjafnir, hærri á lúxus-
vörum en nauðsynjum. Söluskattur kemur jafnt niður á allar vörur.
Það er því ekki ólíklegt að verðsamsetningin á íslenzka markaðin-
um myndi breytast töluvert við inngöngu okkar í Efnahagsbanda-
lagið, þ. e. verðbreyting varanna verður misjöfn frá því sem nú er,
allar vörur geta verðbreytzt, þótt meðalvöruverð verði óbreytt. Ef
við gerum ráð fyrir, að meðalvöruverð verði óbreytt,22) þýðir sölu-
skatturinn, að munaðarvörur lækka í verði, en lífsnauðsynjar hækka.
Þau fyrirtæki sem heimili nefnast, munu því ekkert græða á inn-
göngu íslands í Efnahagsbandalag Evrópu.
2) Starfsréttindi atvinnurekenda og verkamanna
á öllu Bandalagssvœðinu.
A) Atvinnu- 52. grein Rómarsáttmálans segir: Allar hömlur á
rckcndur. réttindum þegna aðildarríkjanna til atvinnurekstrar,
hvar sem er í löndum Efnahagsbandalagsins, skulu
úr gildi felldar.
56. gr.: Þegnar eins aðildarríkisins skulu hafa rétt til að eignast
og hagnýta fasteignir í öðrum aðildarríkjum.
61. gr.: Hömlur á starfsemi banka og vátryggingarfélaga í tengsl-
um við tilflutninga auðmagns skulu lagðar niður.
67. gr.: Ryðja skal úr vegi öllum hindrunum fyrir lilflutningi
auðmagns og öll höft á yfirfærslu skulu lögð niður.23)
Þetta þýðir, að útlendingar megi kaupa hér fyrirtæki, reisa hér
fyrirtæki, verksmiðjur, banka, vátryggingafélög og flytja ágóðann
af þessum fyrirtækjum út úr landinu, að frádregnuin einhverjum
sköttum. Það þarf alls ekki að þýða, að þeir myndu kaupa hér ís-
lenzku iðnfyrirtækin, sem á hausinn væru komin, eða stofna ný í
þeirra stað. Það myndi vafalaust borga sig betur fyrir þá að flytja
hingað vörur frá verksmiðjum sínum ó meginlandinu eða Bretlandi,