Réttur


Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 20

Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 20
244 R E T T U R á, sem ekki er nokkrum vafa undirorpið, eru viðskiptadyr okkar til hinna austrœnu markaða tvílæstar: fyrir áhrif tollabandalagsins og með beinu banni. Það er ekki að undra að sérfræðingar íslenzku ríkisstjórnarinnar komast að eftirfarandi niðurstöðu um Rómarsáttmálann: „Það, sem um er að rœða, er með öðrum orðum, að aðild- arríkin afsala samtökunum œ víðtœkara úrskurðarvaldi“ Enn sem komið er fara ráðið og framkvæmdastjórnin sameigin- lega með Iöggjafar- eða tilskipunarvald Efnahagsbandalagsins. En eins og Bandalagið er fyrsta skrefið til myndunar Bandaríkja V- Evrópu, er framkvæmdastj órnin vísirinn að yfirstjórn þessara Bandaríkja, með enn víðtækara valdi gagnvart löndunum i þeim en nokkur ríkisstjórn hefur nú í landi sínu. Það er alveg augljóst, að íslendingar, örlítið brot af íbúafjölda þessara Bandaríkja, munu engin áhrif hafa á störf og ákvarðanir þessarar yfirstjórnar. Þannig er sjálfstæðisafsalið um löggjafar- og framkvæmdavald. Þá er dómsvaldið eftir. Dómstóll Efnahagsbandalagsins úrskurðar í kærumálum. „Ef dómstóllinn úrskurðar, að aðildarríki hafi ekki staðið við skuld- bindingar sínar, skal það ríki gera ráðstafanir til að fullnægja dómnum“, (171. gr.). Ef sótt er mál um túlkun Rómarsáttmálans eða ákvörðun yfir- valda Bandalagsins fyrir islenzkum rétti, segir í 177 gr.: „Þar sem slík vandamál koma fram í máli fyrir dómstóli í aðild- arríki, og verði úrskurði hans ekki áfrýjað, skal skjóta málinu til Dómstólsins“. (Þ. e. dómstóls Efnahagsbandalagsins). Þ. e. a. s.: a) Deiluaðilar í slíkum málum geta skotið máli sínu strax til dómstóls Bandalagsins. b) Ef það kemur fyrir íslenzka dómstóla liggur œðsta dómsvald- ið hjá dómstóli Efnahagsbandalagsins. Ef ísland gerist aðili að Bandalaginu, hefur þessi dómstóll að sjálfsögðu æðsta dómsvald um allt, sem viðkemur landhelgi okkar. Ef við nú drögum saman það sem ég hef sagt í þessum kafla um afleiðingar þess, að ísland gangi í Efnahagsbandalag Evrópu, þá sjáum við: —— — að íslenzkur iðnaður hlýtur að leggjast niður, landbúnaður að

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.