Réttur - 01.08.1961, Side 26
250
R E T T U H
erura að gefa þjóðartilveru okkar upp á bátinn með inngöngu í
Efnahagsbandalagið.
Borgarastéttin er fyrst kapítalísk, svo þjóðleg. Þjóðlegheit hennar
á uppgangstímum hennar voru afleiðing af kapítalísku eðli hennar.
Oþjóðlegheitin á elliárunum eru sömuleiðis afleiðing af kapítalískri
veru hennar. Þegar kapítalisminn og þjóðernið fara ekki lengur
saman, fórnar borgarastéttin alltaf þjóðerninu.
Þótt vinstri-stj órnin nýttist ekki til langvinnra, jákvæðra breyt-
inga í íslenzku þjóðfélagi, varð hún hins vegar til þess að sýna borg-
arastéttinni fram á hættuna, sem henni gæti stafað af giftudrjúgu
samstarfi verkamanna og bænda. Er borgarastéttin komst aftur til
stjórnarforystu hóf hún gagnbyltingu einkaauðvaldsins, tilraun lil
að koma á ómeinguðum kapítalisma á Islandi. Þegar sú tilraun,
viðreisnin, hafði verið brotin á bak aftur í verkföllunum í sumar,
sá borgarastéttin, að verkefnið var vonlaust í þessu fámenna og
ríkisvaldsveika landi. Hún sá, að henni var enginn annar kostur en
fórna þjóðerninu til að viðhalda auðvaldsskipulaginu öruggu: Inn
skal gengið í Efnahagsbandalag Evrópu.
IV. Aukaaðild?
Fyrir íslenzka borgarastétt er það sem sé orðin hlutlæg nauðsyn
að fórna þjóðerninu til að viðhalda kapítalískum þjóðfélagshátt-
um á íslandi. Þar með er ekki sagt, að öll borgarastéttin geri sér
þess fulla grein. Víðsýnustu menn hennar munu vafalaust sjá þetta
í bendi sér, og tal þeirra um aukaaðild okkar að Efnahagsbanda-
laginu er því flátt, þeir vita, að þegar litli fingurinn er farinn, fylgir
öll höndin á eftir. En sumir aðilar borgarastéltarinnar ætla sér þá
dul að viðhalda öllu þrennu: kapítalismanum, þjóðerninu og Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Orð þeirra og viðleitni um aukaaðild að
Bandalaginu er einlægt, Jjeir sjá bara ekki fyrir, bvaða afleiðingar
viðleitni þeirra getur haft.
Hvort sem talið um aukaaðild er vísvitandi blekking eða skamm-
sýn óskhyggja, er mikil hætta á, að með því dreifist sandur í augu
almennings. Því skulum við athuga það nánar.
Borgarastéttin stillir þannig upp málinu áróðurslega séð: