Réttur


Réttur - 01.08.1961, Síða 29

Réttur - 01.08.1961, Síða 29
R É T T U R 253 a) lántaka árið 1960, 602,6 millj. kr., var u. þ. b. jafnmikil og verzlunarhallinn við Yestur-Evrópu, 538,1 millj. kr. (sjá neðstu línuna í töflunni hér fyrir ofan).47) b) Allur útflutningur íslands til Vestur-Evrópu (6-J-7) 1960 nemur 51,1% af heildarskuldinni, þ. e. við þyrftum 2ja ára útflutning til þessara landa án þess að flytja nokkuð inn í staðinn til að borga skuldina. Já, hvað gerir nú íslenzka ríkisstjórnin, orðin aukaaðili að Efna- hagsbandalaginu, sem talið er að séu beztu kostirnir fyrir okkur, ef henni eru settir þeir úrslitakostir, að ganga annað hvort alveg í Bandalagið eða fá ekki skuldir sínar framlengdar?49) Ef ríkisstjórninni væru settir þessir úrslitakostir nú, myndi það að vísu skapa vandamál, en alls ekki óyfirstíganlega örðugleika. Við yrðum að draga mjög úr innflutningi okkar frá Vestur-Evrópu eða stöðva hann alveg, en selja þangað þær vörur, þrátt fyrir alla tolla, sem nauðsynlegar yrðu til að greiða tilskilda vexti og afborg- anir. í sama mæli yrðum við að auka innflutning okkar frá sósí- alísku löndunum, Norður-Ameríku og nýju þjóðríkjunum. Með þessu héldum við efnahagslegu sjálfstœði okkar þrált fyrir úrslita- kosti Efnahagsbandalagsins. En fáum við þessa úrslitakosti eftir að vera gengin í tollabandalag Efnahagsbandalagsins, eigum við þess engan kost að víkja á aðra markaði. Yfirstjórn Efnahagsbandalagsins hefur þá ráð okkar í hendi sér. Þá gæti ríkisstjórnin ekki hafnað kröfu herramannsins í Briissel, þótt hún vildi. Hinir fjórir fingurnir færu á eftir þeim litla, sjálfstæði okkar væri algerlega lokið. Man nokkur hliðstæðu úr okkar yngstu sögu? Upplýstist ekki í vor, að á jólum í vetur hefðu enska og íslenzka ríkisstjórnin kom- ið sér saman um landhelgissvikin? Og var svo ekki tilkynnt í dag- blöðunum á gamlársdag, að ríkisstjórinni hefðu verið gefnar 6 millj. dollara? Með aukaaðild okkar að Efnahagsbandalaginu lentum við ná- kvæmlega á sama stað og með fullri aðild nú þegar. Það tæki okkur aðeins lengri tíma. Allt tal um aukaaðild, undanþágur og fyrirvara er því aðeins gert til að villa um fyrir almenningi. Þar með erum við komin að hinu atriðinu, sem taka verður fram um uppsetningu áróðursmanna borgarastéttarinnar á málinu: Aðild íslands að Bandalaginu verður að ræðast tvisvar á Alþingi. Fyrst þarf að samþykkja ályktun um að ríkisstj órnin sæki um að-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.