Réttur


Réttur - 01.08.1961, Page 30

Réttur - 01.08.1961, Page 30
254 R É T T U R ild. Hún semur síðan við yfirvöld Bandalagsins, niðurstaðan skjal- festsist í samningsuppkasti, sem lagt verður fyrir Alþingi sem frum- varp til laga. Borgarastéttin veit, að stór hluti þjóðarinnar er aðild okkar mót- fallinn. Því eru áróðursmennirnir látnir segja nú, að Alþingi sé ekki í rauninni að taka neina ákvörðun, þótt það samþykki að sótt sé um upptöku. Því sé engin ástæða til að æsa sig upp út af því, ekki heldur fyrir þá, sem eru á móti aðildinni. Aróðursmeistararnir eiga nefnilega að koma því í kring, að al- menningur ræði málið sem minnst áður en samningsuppkastið verð- ur lagt fyrir þingið. Því verður svo hespað i gegnum þingið eins og landhelgissamningnum í vetur. Síðan má þjóðin átta sig ef hún vill, þegar henni hafa verið fullgjörðar staðreyndir. Ut úr þessari áætlun skín sá ótti, að almenningur muni átta sig nú þegar á málinu, láti það til sín taka þegar við fyrstu þingmeð- ferð þess, hefji síðan skipulega baráttu gegn málinu meðan á samn- ingaviðræðum stendur, og verði ekki eins komið að óvörum og við landhelgissvikin sællar minningar. Það er því úrslitaatriði að almenningur vakni nú þegar og átti sig á málinu, ef hann vill að íslenzkt þjóðlíf verði í nóinni framtíð annað og meira en viðfangsefni sagnfræðinga. V. Leiðin út úr yandanum. Talsmenn borgarastéttarinnar segja nú jafnan sem svo, að þróun- in í alþjóðaviðskiptum stefni nú í þá átt, að upp komi fá, stór efna- hags- eða tollabandalög. íslendingar eigi þess engan kost að standa utan við þessi bandalög, spurningin sé bara sú, í hvert bandalagið við göngum. Það er rétt, að upp eru að rísa eða risin bandalög um heim allan. Fyrir utan Efnahagsbandalagið, USA og efnahagssamvinnustofnun sósíalísku ríkjanna rísa upp tollabandalög í Afríku og Suður-Ame- ríku. En ennþá er til þess langt í land að öll ríki séu komin í efna- hagsbandalög, og stendur ekki til að þau geri það. Þau eru því greinilega ekki á sömu skoðun og sérfræðingar ríkisstjórnarinnar. Við mörg þessara landa getum við átt viðskipti, alveg eins og við getum verzlað við öll efnahags- og tollabandalögin, án þess að ánetj-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.