Réttur


Réttur - 01.08.1961, Qupperneq 31

Réttur - 01.08.1961, Qupperneq 31
R É T T U R 255 ast nokkru þeirra, allra sízt ættum við að binda trúss okkar við það bandalagið, sem sviptir aðildarríki sín sjálfsforræðinu. Við gotum selt Etnahogsbandalagi Evrópu (isk hér eftir sem hing- að til, í vcrsta tilfelli með eitthvað hærri tollum en fram til þessa. Við getum selt á N-Ameríkumarkað eftir sem óður, og A-Evrópu- markaðurinn er okkur alveg eins aðgengilegur og fyrr. Þau lítt þró- uðu riki í Afríku og S-Ameríku, sem eru að komo upp hjó sér tollo- bandalögum, gera það fyrst og fremst til að vernda eigin iðnað fyrir iðnaðarútflutningi hinna þróuðu Vesturlanda. Þessi riki óttost vart, oð íslenzkur fiskur muni trufla atvinnulcga uppbyggingu þeirra. Vafalítið er hægt oð gera góða viðskiptasamninga við þessi lönd, og þeim vörutegundum mun fara fjölgandi, sem við getum keypt of þeim. Til þess að gera þetta er auðvitað nauðsynlegt að koma heildar- stjórn á utanríkisverzlun okkar og haga innflutningi okkar frá hverju landi eftir því, hvað það vill kaupa af okkur í staðinn. Við verðum að hætta að steypa okkur í neyzluskuldir hjá einhverju ríki eða efnahagsbandalagi, eins og hingað til hefur verið gert. Þetta yrði að vera meðal fyrstu verkefna þeirrar þjóðfylkingar, sem ætl- aði sér að snúa íslandi við á þeim helvegi, sem núverandi ríkisstjórn teymir það á. í september í haust var haldin í Washington ráðstefna Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Þar var upplýst, að ársfiskineyzla í heiminum er um þessar mundir 40—55 millj. tonna. Það jafngildir 5% af matvælaneyzlu heimsins. Veiði- möguleikar í heimshöfunum við núverandi skilyrði eru taldir vera 60—115 millj. tonna. Af þeim 3 milljörðum manna, sem nú hyggja hnött vorn, eru tveir þriðju hlutar vannærðir. Á næstu hálfu öld mun íbúatala hans tvö- faldast/’0) — Það þarf meira en lítið minnimáttarkenndan íslend- ing til að halda því fram, að við geturn ekki selt allan þann fisk, sem við veiðum. En til þess að það gerist alltaf með skynsemd, þarf stjórnleysið að víkja en vit og forsjá að taka stýrið í fisksölumál- um, ekki síður en í öðrum málum okkar Islendinga. 1, desember 196]

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.