Réttur - 01.08.1961, Blaðsíða 39
KÉTTUR
263
veðrið, að hún gat ekkert séð af því sem fram fór fyrir aug-
unum á henni. En það var eiginmaður hennar, Kláus Kláus-
son forstjóri, sem vel hefði mátt öfunda hana þessa stund-
ina, hann sem var skyldugur til að standa þarna berhöfðað-
ur, hafandi ekkert hár á sínu höfði lengur sér til hlífðar.
Hann varð að lialda sínum virðuleika maðurinn og standa
þarna í sömu sporum eins lengi og verkast vildi, því allt var
þetta skipulagt, og í þetta sinn kom það ekki í hans hlut að
bera, fyrr en útúr kirkju.
Og það má Kláus Kláusson forstjóri eiga, að svo vel hélt
hann virðingu sinni þessa reynslustund, að ekki varð honum
það á eitt einasta skipti að bera hönd fyrir höfuð sér í verstu
rokunum, né strjúka sér um skallann.
En hann fölnaði óðum í andliti sem hann stóð þarna.
Fyrstu mínúturnar mátti segja að það klæddi hann vel, en
sem lengur leið gerðist litur hans æ grárri og í framhaldi
af því fjólublár, svo hlárauður og síðast farinn að nálgast
svarblátt. Og víst var hann ekki einn um þessi litaskipti.
Loks var þó biðtími lians á enda og um leið var mesta
þraut virðuleikans liðin hjá. Menn settu aftur upp hatta sína
meðan hópurinn þrengdi sér að kirkjudyrunum, hver eftir
afli og aðstöðu. En livort það var af meðfæddri kurteisi
mannsins eða vegna þess að hann stóð nær þinghúsi en
kirkju, þá varð Kláus Kláusson forstjóri með þeim allra
síðustu af þessum virðulega hóp að komast úr manndráps-
kuldanum inní guðshúsið.
Og mátti ekki seinna vera. Þá voru svo að segja öll sæti
skipuð í kirkjunni þegar hann komst loks inn, nema á yztu
bekkjunum. Hann þokaði sér þó með hægð nokkuð innfyrir
mitt gólf, en sá að vonlaust var að fara lengra, þar var hvergi
sæti laust. En hvort sem það var útreiknað eða hittist svona
vel á, þá staðnæmdist Kláus Kláusson forstjóri ásamt konu
sinni einmitt við hekksendann, þar sem Kláus gamli sat Jóns-