Réttur


Réttur - 01.08.1961, Side 44

Réttur - 01.08.1961, Side 44
268 R É T T U K vori. Brautin til bættra lífskjara hafði verið troðin afturábak. Fjórða hlutanum af kaupgetu launamanns, sem vann sinn fulla vinnudag hafði verið rænt. Þrátt fyrir þessa reynslu af „viðreisn" stjórnarflokkanna, þessari einu reynslu, sem launastéttirnar höfðu af henni haft, gerðu alþýðu- samtökin bókstaflega allt, sem hugsanlegt var að gera, til þess að firra vandræðum. í fulla 7 mánuði hafði bæði A. S. í. og verka- mannafélögin reynt að koma á alvarlegum viðræðum við atvinnu- rekendur og ríkisstjórnina um kjarabætur í formi lækkunar á vöru- verði, m. a. með afnámi svonefnds bráðabirgðasöluskatts í tolli, með afléttingu vaxtaokurs, með ráðstöfunum til lækkunar almennra útsvara eða hverjum öðrum leiðum til lækkunar almennra útgjalda, sem tiltækilegar þættu og loks með því að afnema lagabann við greiðslu verðlagsbóta á laun og skapa þannig stjórnarvöldum á ný aðhald varðandi taumlausar verðhækkanir og láglaunafólki nokkra tryggingu gagnvart frekari hótalausu kjararáni. En allt kom fyrir ekki. Ollum kröfum og tilmælum, ábendingum og rökum alþýðusamtakanna var mætt með fullkomnu tillitsleysi og þvermóðsku. Hvað sem í skærist skyldi kaupránið standa, sem óumbreytanlegt lögmál. Þannig var vísvitandi og af ráðnum hug efnt til stórstyrjaldar gegn verkalýðshreyfingunni, þar sem samein- uðum styrk ríkisvalds og stóratvinnurekenda skyldi beitt, án nokk- urrar miskunnar, í þeim tilgangi að knésetja hana varanlega, brjóta niður samtakaþrótt verkamanna og sanna að ríkisvaldið hefði öll þeirra ráð í hendi sér. Með niðurfærslulögum Alþýðuflokksins og enn frekar með sjálfri „viðreisninni“ hafði ríkisstjórnin í reynd hrifsað til sín úrskurðar- valdið yfir sjálfu kaupgjaldinu og launastéttirnar þannig verið sviptar þeim grundvallarréttindum að mega húa við svipað réttar- öryggi um lögmæta samninga við atvinnurekendur eins og aðrir þeir aðilar í þjóðfélaginu, sem semja sín í milli um efnaleg sam- skipti. Með friðsamlegum samningum um kjarabætur, samningum, sem ríkisvaldið hefði stuðlað að, hefðu þessi réttindi verið viður- kennd á ný. Ekki getur vafi leikið á að ein höfuðástæðan fyrir því að ríkis- stjórnin vildi enga friðsamlega samninga og hélt þúsundum manna

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.