Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 10
10 R É T T U R III. Samvinna um vélar og vinnu. Hér yrði um að ræða sameign á vélum, sameiginleg útihús, sam- eiginlega ræktun og samvinnu um heyskap og skepnuhirðingu. Slík samvinna kæmi fyrst og fremst lil greina, þar sem þéttbýlt er. Þá mundu nokkrir bændur sameinast um kaup á vélum, og í stað þess, að hver um sig færi að stækka eða byggja ný útihús, mundu þeir reisa sameiginleg útihús (einkum fjós) á stað, sem lægi heppi- lega fyrir þá, bæði með tilliti til vegalengdar og ræktunarmöguleika. Aukin ræktun hjá þessum mönnum mundi verða gerð í sameiningu, við eða í næsta nágrenni við hin sameiginlegu útihús. Samvinna yrði að sjálfsögðu höfð við heyskapinn og hirðingu í sameigin- legum gripahúsum. Með þessu fæst í fyrsta lagi betri nýting á vélum og vinnuafli. Má þar til dæmis benda á, að rörmjaltakerfin, sem nú eru á rnark- aðnum, eru ekki talin borga sig í minna fjósi en fyrir 30—40 kýr. Einnig gætu þessir bændur skipulagt vinnudag sinn betur og öðlast frístundir, eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins, en það þjáir einyrkja- bóndann hvað mest, að hann er bundinn við vinnu á búi sínu hvern dag ársins og hefur þar af leiðandi mjög lítinn tíma til að sinna félagslífi í sveitinni, hann er orðinn „þræll einyrkjabúskaparins". Með því til dæmis að losna við kýrnar í sameiginlegt fjós ætti hver bóndi, sem tekur þátt í slíku, að geta fengið einn frídag í viku. Utihús, sem við þetta losnuðu hjá bændum, gætu þeir nýtt á margan hátt, sem ekki er ástæða til að rekja hér. Þetta form krefst mikils félagslegs þroska þútttakenda, góðrar skipulagningar og öruggrar stjórnar. Islenzkir bændur hafa í sam- virmufélögum og kaupfélögum sýnt, að þeir hafa mikinn félags- þroska til að bera, og því ætti þeim að veitast auðvelt að stunda slíkan samvinnubúskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.