Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 22
AMADEO GRANO: r Aætlunarbúskapur í Júgóslavíu Flestir marxískir fræðimenn eru sammála um, að sósíalistískur áætlunarbúskapur hljóti að fela í sér ráðstafanir nauðsynlegar til tryggingar þess, að þjóðarbúskapurinn þróist með ákveðnum hraða og eftir ákveðnum leiðum. Samkvæmt þessari skoðun er nauðsyn- legt að ákveða með miðstjórnarvaldi þau hlutföll, sem þjóðartekj- unum er skipt eftir milli fjárfestingar og neyzlu, og fjárfestingunni aftur milli hinna ýmsu framleiðslugreina (iðnaðar og landbúnaðar, helztu iðnaðargreina, framleiðslu framleiðslutækja og framleiðslu neyzluvarnings o. s. frv.) Þessir tveir höfuðþættir áætlunarbúskapar eru metnir frá pólitísku sjónarmiði og framkvæmdin tekur á sig lagalega mynd; allar helzlu ákvarðanir eru teknar af viðkomandi miðstjórnarvaldi, skv. heildarmati á þörfum þjóðfélagsins á ákveðnu þróunarstigi. Tillitið, sem tekið er til hinna ýmsu þarfa og forgangs- réttur sumra þeirra ákvarðast því ekki af gildislögmálinu, heldur fyrst og fremst af hlutlægu ástandi þjóðfélagsins, það er pólitískt vandamál, sem ekki er hægt að leysa eftir hrein-hagfræðilegum leið- um, skv. mælikvarða arðgæfni t. d. Það leiðir af sjálfu eðli hinna sósíalísku framleiðsluhátta, að þarfirnar hafa sjálfstætt gildi og verða ekki að laga sig eftir lögmáli arðsins. 1 sósíalískum löndum er það því miðstjórnarvaldið, sem dreifir fjárfestingunni meðal hinna ýmsu greina, og ákvarðanir þess hafa (annars staðar en í Júgóslavíu) lagagildi. Um arð og starfshæfni er aðeins spurt eftir á, þegar um það er að ræða, að hagnýta sem bezt vinnuafl, fjárhagsleg og efnaleg meðul til að fullnægja þörfum þjóðfélagsins, eftir þeim hlutföllum, sem ókveðin eru frá pólitisku sjónarmiði. Fyrir hverja framleiðslugrein og fyrirtæki koma þannig til sögunnar ýmis efnahagsleg vandamál: tryggja þarf sem hagkvæmasta notkun fjármagnsins, sjá þarf fram- leiðendunum fyrir hagsmunalegri uppörvun til að reka fyrirtækin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.