Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 59
R É T T U R
59
auðsins í Bandaríkjunum, er að finna í bók eftir M. Harrington:
„The other America, Poverty in the United States“ (Hin Ameríkan,
fátækt í Bandaríkjunum), gefin út í New York 1962.
Þróun heimsvcrxlunar, verzlunarstrið og arðrón þróunarlandanna.
Heimsverzlunin, þ. e. a. s. útflutningurinn, óx 1962 um 4,4%.
1959 hafði hún aukist um 6%, 1960 um 12%.
Iðnaðarlöndin auka útflutninginn sín á milli, en hlutur þróunar-
landanna minnkar. 1954 var hlutdeild iðnaðarlandanna í lieims-
verzluninni 71.3%, en þróunarlandanna 28.7%. 1962 voru sömu
hlutföll (miðað við fyrra misserið) 76.6 og 23.4%.
Á síðustu 8 árum hefur hlutdeild þróunarlandanna í heimsút'
flutningnum minkað um ca. 20%. Orsökin er fyrst og fremst verS-
lœkkun á úljlutningshráefnurn þessara landa. — (Island hefur íeng-
ið að kenna á þessari verðlækkun, sem auðhringarnir knýja fram
á hráefnunum, í gífurlegri verðlækkun á síldarlýsi, sem Unilever-
hringurinn framkvæmir).
Arlega flytja þróunarlöndin út vörur fyrir ca. 28 milljarða doll-
ara. Hver 1% verðlækkun jafngildir því 280 milljóna dollara tjóni
fyrir þessi lönd. SérjrœSingar SameinuSu þjóSanna áœtluSu aS
þróunarlöndin hefSu tapaS tveim milljórSum dollara á verSlœkkun-
um á árunum 1957—58. ÞaS er sex sinnum meira en AlþjóSabank-
inn hefur lánaS þessum löndum.
ÞaS íþyngir svo ennfremur þróunarlöndunum aS samfara verS-
lœkkun á hráefnum þeirra, þá hœkka auSliringir stóriSjulandanna
verS á iSnaSarafurSunum. Frá 1954 til 1962 hefur útjlutningsverS
iSnaSarafurSa hœkkaS um 11%. Það eru sérstaklega vélarnar, sem
hafa hækkað og þeirra þarfnast þróunarlöndin mest. Og þau verða
alltaf að láta meira og meira af hráefnum fyrir. Og verð hráefnanna
hefur síðan stríði lauk aldrei verið lægra en 1962.
Þannig skipuleggja hinir voldugu auðhringir stóriðjulandanna
arðránið á þróunarlöndunum, hinum fornu nýlendum og hálfný-
lendum. Frelsisharátta hinna fátæku þjóða þróunarlandanna gegn
arðráni auðhringanna er eins mikilvæg og hin stjórnarfarslega sjálf-
stæðisbarátta þeirra forðuni var.
Auðvaldslöndin hafa undanfarið aukið verzlunina sín á milli.
Samsteypur, eins og Efnahagsbandalagið, auka í senn á slíka inn-
byrðis-verzlun og herða á arðráninu gagnvart þróunarlöndunum.