Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 23

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 23
R É T T U R 23 sem bezt, o. s. frv. Og á þessu sviði hefur efnahagur sósíalísku land- anna mætt mestum erfiðleikum, sem að verulegu leyti má rekja til ofvaxtar miðstjórnarvaldsins. Þegar allar ákvarðanir koma að ofan, ekki einungis fyrir hinar víðtækari framleiðslugreinar, heldur jafn- vel fyrir einstök fyrirtæki, truflar það reksturinn, veldur oft ósam- ræmi milli áætlunarinnar og raunverulegra möguleika á hverjum stað, dregur úr áhuga framleiðendanna og yfirmanna fyrirtækjanna á góðum afköstum, því að fjárráð þeirra fara frekar eftir ríkistil- skipunum en þeim árangri, sem þeir ná. Flestum fræðimönnum ber nú saman um, að mesti ókostur sterks miðstjórnarvalds sé vöntun á raunverulegu samræmi milli þess fjár- magns, sem viðkomandi fyrirtæki fær umráð yfir, og þeirra tekna, sem það hefur sjálft aflað. Með öðrum orðum: þegar áætlunarbú- skapur að ofan fer út fyrir viss takmörk, rýfur liann tengslin milli fyrirtækis og markaðs, milli framleiðandans (seljandans) og neyt- andans (kaupandans), kemur í veg fyrir að eftirspurn geti á nokk- urn hátt temprað framboðið, veldur verulegri hættu á ósamræmi milli þessa tvenns, sem svo truflar meira eða minna allt hagkerfið. Hvernig á markaðurinn að fullnægja sínu nauðsynlega hlut- verki í þjóðarbúskapnum, án þess að trufla verulega þau hlutföll milli þarfa þjóðfélagsins, sem áætlunin gerir ráð fyrir? Þetta er það vandamál, sem hagfræðingar sósíalísku landanna hafa fengizt við upp á síðkastið. Við ])að hafa júgóslavneskir kommúnistar einnig glímt, og vegna þess að þeir hafa farið sínar eigin leiðir við lausn þess, er lærdómsríkt að kynna sér reynslu þeirra. Ríkisáætlunin í Júgóslavíu felur í sér fyrirmæli um heildaraukn- ingu framleiðslunnar, aukningu í víðtækustu greinum, upphæð og skiptingu þjóðarteknanna; auk þess heildarmagn og dreifingu fjár- festingar, aukningu á tekjum og neyzlu almennings, framleiðni vinnunnar, umfang og skiptingu utanríkisverzlunar. Hér er einungis um að ræða mjög almenn fyrirmæli og júgóslavneska áætlunin er því miklu umfangsminna plagg en almennt gerist í öðrum sósíalísk- um löndum. Höfuðmunurinn er þó ekki fólginn í þessu, heldur hinu, að fyrirmæli hennar eru ekki bindandi, hafa ekki lagagildi eins og til dæmis í Sovétríkjunum. En þótt ákvarðanir miðstjórnarvaldsins séu þannig ekki bindandi, hefur það yfir að ráða ýmsum hjálparmeðulum, sem gera því eftir krókaleiðum fært að ráða nokkru um heildarstefnu efnahagsþróun- arinnar. Stjórn hagkerfisins er óbein, í stað íhlutunar að ofan kemur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.