Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 9

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 9
R É T T U R 9 Slík sameign léttir auðvitað mjög undir með einyrkjabóndanum, því að segja má, að án margra þessara tækja geti hann í raun og veru alls ekki verið, en sé ofviða fyrir hann að eiga einan. Nokkuð er um slíka sameign á vélum hér á landi, og hefur hún í flestum til- fellum gefizt vel. Mætti þar lil dæmis nefna sameign hænda á vél- um til kartöfluræktar í Þykkvabæ og víðar. Sameign nokkuð víða á kornskurðarvélum, sláttutæturum og fleiri tækjum. En slík sam- eign þyrfli að aukast lil mikilla muna. II. Vélstöðvar. Þá yrði um að ræða samvinnufélög hænda, sem ættu öll stór- virkari tæki og leigðu hændum þau fyrir ákveðið gjald á vinnu- stund. Þetta form höfum við að nokkru leyti fyrir okkur hérlendis, þar sem er rekstur ræktunarsambandanna á stórvirkum tækjum til jarðvinnslu. Vélastöðvar eru reknar viða erlendis, til dærnis í Danmörku, þar sem slíkar stöðvar leigja mikið af stórvirkum vélum til kornskurðar. J^essar vélastöðvar þyrftu að hafa gott verkstæðis- og geymslu- pláss og hafa í þjónustu sinni menn, sem sæju um útlán á vélunum og viðhald og viðgerðir á þeim, og einnig viðgerðir á vélurn bænda. Með þessu móti ætti að fást mun hetri nýting á vélunum, og við- haldið mundi verða betra en það er hjá mörgum bóndanum, því að á slíkum stöðvum yrðu tækin yfirfarin á hverjum vetri, og við það mundi fást mun meiri ending á tækjunum, og þar af leiðandi mundi reksturskostnaður búanna lækka. Vélastöðvarnar gætu haft þau tæki, sem talin voru upp hér að framan (undir lið I), en auk þess einnig dráttarvélar, einkum stærri gerðir, til dæmis Fordson Major, Ferguson 65 og svipaðar vélar, þ. e. a. s. með 50—60 hestafla vélarorku, einnig ættu vélstöðvarnar að hafa öll tæki, sem hver hóndi mundi eiga, þannig að bændur gætu fengið þessar vélar leigðar, ef þeirra eigin vélar biluðu. Þá má og nefna steypuhrærivélar, loftpressur, hjólsagir og ýmis fleiri tæki, sem tengja má við heimilisdráttarvélar. Jíðlilegast væri, að húnaðarsamböndin sæju um þennan rekstur og tengdu hann rekstrinum á jarðvinnsluvélunum. Búnaðarsam- höndin þyrftu þá hvert að reka fleiri en eina stöð, þannig að allir hændur á svæði hvers húnaðarsambands gætu notið fyrirgreiðslu vélstöðvanna, bæði hvað snertir lán á vélum og viðgerðarþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.