Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 9

Réttur - 01.01.1963, Page 9
R É T T U R 9 Slík sameign léttir auðvitað mjög undir með einyrkjabóndanum, því að segja má, að án margra þessara tækja geti hann í raun og veru alls ekki verið, en sé ofviða fyrir hann að eiga einan. Nokkuð er um slíka sameign á vélum hér á landi, og hefur hún í flestum til- fellum gefizt vel. Mætti þar lil dæmis nefna sameign hænda á vél- um til kartöfluræktar í Þykkvabæ og víðar. Sameign nokkuð víða á kornskurðarvélum, sláttutæturum og fleiri tækjum. En slík sam- eign þyrfli að aukast lil mikilla muna. II. Vélstöðvar. Þá yrði um að ræða samvinnufélög hænda, sem ættu öll stór- virkari tæki og leigðu hændum þau fyrir ákveðið gjald á vinnu- stund. Þetta form höfum við að nokkru leyti fyrir okkur hérlendis, þar sem er rekstur ræktunarsambandanna á stórvirkum tækjum til jarðvinnslu. Vélastöðvar eru reknar viða erlendis, til dærnis í Danmörku, þar sem slíkar stöðvar leigja mikið af stórvirkum vélum til kornskurðar. J^essar vélastöðvar þyrftu að hafa gott verkstæðis- og geymslu- pláss og hafa í þjónustu sinni menn, sem sæju um útlán á vélunum og viðhald og viðgerðir á þeim, og einnig viðgerðir á vélurn bænda. Með þessu móti ætti að fást mun hetri nýting á vélunum, og við- haldið mundi verða betra en það er hjá mörgum bóndanum, því að á slíkum stöðvum yrðu tækin yfirfarin á hverjum vetri, og við það mundi fást mun meiri ending á tækjunum, og þar af leiðandi mundi reksturskostnaður búanna lækka. Vélastöðvarnar gætu haft þau tæki, sem talin voru upp hér að framan (undir lið I), en auk þess einnig dráttarvélar, einkum stærri gerðir, til dæmis Fordson Major, Ferguson 65 og svipaðar vélar, þ. e. a. s. með 50—60 hestafla vélarorku, einnig ættu vélstöðvarnar að hafa öll tæki, sem hver hóndi mundi eiga, þannig að bændur gætu fengið þessar vélar leigðar, ef þeirra eigin vélar biluðu. Þá má og nefna steypuhrærivélar, loftpressur, hjólsagir og ýmis fleiri tæki, sem tengja má við heimilisdráttarvélar. Jíðlilegast væri, að húnaðarsamböndin sæju um þennan rekstur og tengdu hann rekstrinum á jarðvinnsluvélunum. Búnaðarsam- höndin þyrftu þá hvert að reka fleiri en eina stöð, þannig að allir hændur á svæði hvers húnaðarsambands gætu notið fyrirgreiðslu vélstöðvanna, bæði hvað snertir lán á vélum og viðgerðarþjónustu.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.