Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 37

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 37
RETTU8 37 um lízt þeim sá grænstur að halda sig ámóta langt frá hægri og vinstri, og myndu vilja grafa sem kirfilsgast undan báðum. En í íramtíðinni gera þeir sér vonir um að mestöll liægri fylkingin rnuni veita þeim stuðning, er að því komi, að sókn vinstri manna ógnaði hagsmunum heimsvaldasinna. Það er sjónarmið koinmúnistaflokksins, að kristilegir demókratar ættu að luifa samstarf við alþýðufylkinguna um myndun ríkisstjórn- ar, þar sem báðir aðilar hafi jafnan rétt og skyldur. Spurningin er þá sú, hvaða meginafl muni móta slíkl samkomulag, ef til kemur; hvaða stétt muni hafa forystuna og hversu víðtækar breytingar það muni hafa í för með sér. Að sjálfsögðu verðum vér að vinna að gagnkvæmum skilningi, en þó ekki livað sem það kostar.---- Kommúnistaflokkurinn og aðrir flokkar Þjóðfylkingarinnar telja það skipla miklu má'i hver úrslilin verða í væntanlegum forseta- kosningum árið 1964. 1 síðustu almennum kosningum árið 1961 hlaut Þjóðfylkingin nrerri þriðjung atkvæða. En henni vex nú afl og fylgi og öll alþýða er nú betur skipulögð og glöggskyggnari orðin á stjórnmál, svo að sá möguleiki liggur ekki fja'ri að meiri hluti kunni að nást. Sigur alþýðu í næstu forsetakosningum, í samræmi við þjóðlegar venjur og vilja almennings, myndum vér einnig telja eðlilegasta og líldegasta framvindu mála. Eigi að síður erum vér minnugir þeirra orða Lenins, að afturhaldsstéttirnar afsala sér aldrei völdum af fúsum vilja og beita öllum brögðum til að halda þeim. Þannig verður að viðurkenna, að ógerningur er að segja fyrir atburðarásina. Þar hefur tíminn síðasta orðið, þegar hann líður fram. — En flokkur vor hefur lýst yfir, að hann velji hina friðsam- legu leið og vilji láta skera úr málum í forsetakosningunum 1964, og hefur þannig skorað ráðandi stéttir einarðlega á liólm. Þegar sagt er með réttu að hin friðsamlega leið sé fær, er vant að bæta við, að önnur leið kunni að liggja fyrir, það er leið ófriðar og vopnbeitingar, og það beri að vera viðbúinn þeim möguleika. En báðir þessir möguleikar samrýmast ekki í einni og sömu dag- skipun. Slíkt myndi leiða af sér tvískinnung og stjórnmálalegan hringlandahátt. I voru tilfelli sérstaklega myndi það slæva eggjar í baráttunni lil að verja lýðræðisleg réttindi og auka þau og standa gegn kúgunartilraunum og hættunni á fasistískri byltingu.---- Flokkur vor hefur þurft að berjast ákveðið gegn smáborgaraleg- um ævintýramönnum, sem í nokkrum tilfellum hafa reynt að koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.