Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 23

Réttur - 01.01.1964, Page 23
H É T T U R 23 Reed kom til þess að safna efni í nýja bók — bók um Rússland 1920, um borgarastríðið og um Lenin, sem hann dáði og hyllti. Þessa mánuði leigði bann herbergi hjá verkamannafjölskyldu í úthverfi Moskvu. Hann þjáðist af kulda og liungri en var sístarf- andi. Um vorið reyndi hann að komast til Ameríku, en var hand- tekinn á leiðinni af finnskum yfirvöldum og lialdið þrjá mánuði í fangelsi við ómannúðlegar aðstæður. Er hann kom aftur til Moskvu, var hann engu að síður í góðu skapi sem venjulega og fullur af áhuga. Fyrir skömmu var ég að rannsaka gamlar kvikmyndir og rakst á spólu, sem enginn virlist vita nein deili á. Á henni sást maður sitjandi við borð, skrifandi. Höfuð og herðar komu mér kunnug- lega fyrir. „Er þetta ekki John Reed?“ Myndin var tekin í Moskvu 1920, á 2. þingi Alþjóðasambands kommúnista. Hann var þar fulltrúi Kommúnistaflokks Bandaríkj- anna. Skömmu eftir þingið fór hann til Bakú á fyrsta þing Asíu- þjóða og talaði þar tvisvar fyrir fulltrúum nýlendumanna, 6em voru að rísa til baráttu fyrir sjálfstæði, hvatti þá til að íreysta ekki hræsnisfullum fyrirheitum amerískra imperialista, sem væru að leggja fjötra sína á þjóðir þeirra undir yfirskini „aðstoðar“. . . . Og nú kem ég að þeim atburðum, sem voru sársaukafyllstir og erfiðast að sætta sig við, — jafnvel enn eftir öll þessi ár. Þegar John Reed var á bakaleið til Moskvu réðust hvítliðasveit- ir á lestina, sem hann var með. Það sló í bardaga og hann barðist sem hetja. Bandítarnir fiýðu. Þá gerðist það, að Reed gekk að læk og svalaði þorsta sínum. Hann veiktist stuttu eftir að hann kom til Moskvu. Innflúenza héldu menn, en það reyndist taugaveiki. Læknarnir gerðu allt, sem þeir gátu til að bjarga lífi hans. Kona hans, Loise Bryant, vék £Ídrei frá sjúkrabeðinu. Allt kom fyrir ekki. Hann andaðist 17. okt- óber 1920, aðeins þrjátíu og þriggja ára að aldri. Harmi lostinn fylgdi verkalýður Moskvu honum til hinztu hvíld- ar við múra Kreml. „Hinir dánu geymast ungir í minningunni“, og menn eins og John Reed lifa eilíflega. (Lauslega, þýtt. — E.R.A.)

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.