Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 63

Réttur - 01.01.1964, Page 63
R É T T U R 63 lilutafjárins, sem koma skyldi frá norskum aðilum, virtist ekki aatla að koma — og erlendi hringurinn að vera einráður yfir þessu volduga fyrirtæki. Þykir mörgum Norðmönnum það liart, sem von er, og hefur verið deilt mikið á iðnaðarmálaráðherrann út af þessu. Þá liefur Norsk Hydro undirbúið að koma upp aluminium-verk- smiðju í Karmöy. Og fleiri fyrirætlanir eru á döfinni um alumin- iumfyrirtæki í Noregi með útlendu auðmagni. Það er eins og og gefur að skilja vatnsafl Noregs, — eitt af dýrmætustu auðlindum frændþjóðar vorrar, — sem erlent auðvald vill fá tækifæri til að hagnýta í gróðaskyni í svo ríkum mæli. * Aluminium-auðhringarnir eru einhverjir sterkustu og harðvít- ugustu einokunarhringir heims. Þeir teygja fjáraflaklær sínar út um allar jarðir, koma fram í ótal myndum, ásælast hráefni sumra þjóða, en orku annarra. En alls staðar er sami tilgangurinn: að arðræna þá þjóð, sem ljær þeim ítök í landi sínu. íslendingar voru vel á verði, þegar erlend auðfélög höfðu sölsað undir sig flesta fossa landsins um 1920. Nú ríður á að vera ekki síður á verði, þegar alþjóðlegur aluminium-hringur ræðst til at- lögu. Upplýsingar hafa þegar verið gefnar um fyrirætlanir hins sviss- neska auðhrings, AIAG, og amerísks auðfélags, American Metal Climax, um að koma hér upp aluminiumbræðslu, er bræðir 30000 smálestir. Á það auðsjáanlega að vera byrjun á stærri framkvæmd- um. Kostnaður við slíka verksmiðju er um 1100 milljónir íslenzkra króna. Ólíklegt er, að auðhringur þessi liugsi sér minni verksmiðju en 100.000 smálesta, er fram í sækir, — eða um 3300 milljónir ís- lenzkra króna fjárfestingu hér. Þegar menn íhuga, að stærstu fyr- irtæki íslands nú, eins og áburðarverksmiðjan eða sementsverk- smiðjan, myndu nú kosta um 300 milljónir króna, sést bezt, hví- líkt risavald á íslenzku efnahagslífi hinn erlendi auðhringur yrði. Allt fjármagn í íslenzkum sjávarútvegi mun nú vera metið á ca. 3000 milljónir ísl. kr. (fiskvinnslustöðvar, síldarverksmiðjur, bát- ar og togarar). Með því að hleypa hinum erlenda auðhring inn í landið, værum vér að gera erlent auðvald sterkara í efnahagslífi íslands en slíkt

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.