Réttur


Réttur - 01.01.1964, Síða 52

Réttur - 01.01.1964, Síða 52
52 R É T T U R eða stjórnvöldum þjóðarinnar. Þeir hafa að vísu arðrænt okkur um tíma í viðskiptum (Unileverhringurinn, olíuhringarnir o. s. frv.), en með ýmsu móti hefur þjóðin reynt að verjast þeirri á- gengni. Og auðlindirnar hafa þeir ekki klófest, — eða hafi þeir náð tökum um tíma, þá hefur þjóðin einmitt nú á 20. öld verið að losa þau tök: brezkir auðhringar náðu tökum á fiskimiðunum inn að þrem mílum í upphafi aldarinnar, en liafa nú orðið að sleppa þeim tökum, — erlend fossafélög höfðu klófest flestalla fossa landsins um 1920, en urðu fyrir aðgerðir Alþingis að sleppa þeim tökum.* Oss íslendingum standa allar leiðir opnar til þess að nýta auð- lindir vorar, — fiskimið, fossa, jarðhita, mold, — í eigin þágu, með fullkomnari tækni, með betri lánskjörum og lægri vöxtum en nokkru sinni. Það er því síður en svo þörf á að bjóða erlendum auðtröllum hingað heim til að ríða íslenzkum húsum, arðræna íslenzka menn. Einmitt nú eru aðstæður til þess að hjóða þeim byrginn. Það er aðeins þörf óþjóðlegasta og afturhaldssamasta hluta auð- mannastéttarinnar á bandamanni gegn íslenzkri alþýðu og íslenzkri þjóðfrelsishreyfingu, sem kallar á erlent auðvald inn í landið, — svo sem harðvítugustu stórhöfðingjamir vildu fá hér erlendan kon- ung yfir oss og sem bandamann sinn gegn bændum fyrir 700 árum, og tókst það 1262 og 1264. Það er í senn hagsmunamál íslenzkrar alþýðu og sjálf- stœðismál þjóðar vorrar að hindra slíkt. ísland á að vera í broddi fylkingar þeirra þjóða, sem ryðja brautina til frelsis og farsœldar, — en ekki að dragast aftur úr á síðustu tímum, gerast œttlerar og aftaníossar er- lends afturhalds, þegar allar aðrar þjóðir sœkja fram. * Frásögn af baráttunni um fiskveiðilögsöguna má finna í grein Magnús- ar Kjartanssonar í „Rétti“ 1959, 42. árg. bls. 59—125; og um fossamálið í grein minni í „Rétti“ 1948, 32. árg. bls. 120—142,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.