Réttur


Réttur - 01.01.1964, Side 60

Réttur - 01.01.1964, Side 60
60 U É T T U K hafa einnig bræðslur* í Brasilíu, Ítalíu, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Japan og Indlandi, og verksmiðjur til fullvinnslu í öðrum löndum. 1961 var framleiðsla þeirra 40% af framleiðslu auðvaldsheimsins og meiri en allra sósíalistisku landanna. Þeir afskrifa hratt eignir sínar.Gróði þeirra miðaður við fjárfestingu er áætlaður milli 26 og 34%. Frá 1938 til 1959 hækkaði almennt verðlag í Bandaríkjun- um um 138%. A sama tíma tvöfaldaðist verðið á því hauxiti, sem framleitt var í Bandarikjunum. En verðið á því hauxiti, sem var flutt inn frá Surinam og brezka Guiana, stóð í stað. Amerísku aluminium-hringarnir eru nú að reyna að ná tökum á fossafli nýfrjálsu Afríku-þjóðanna. Stundum neyðast þeir til að semja hagstætt fyrir þær, en stundum tekst þeim að féfletta þær. Kaiser og Reynolds hafa t. d. gert samning við ríkisstjórnina í Ghana um mikið raforkuver og aluminiumbræðslu, er bræðir 100900 smálestir á ári, og á að vera till)úin 1965. — I Surinam hefur Alcoa samið við ríkisstjórnina þar um virkjun og 60000 smálesta aluminium-framleiðslu með miklu lakari kjörum fyrir ríkisstjórnina þar. — I Astralíu eru miklar aluminium-framkvæmd- ir, bæði af hálfu Alcoa, Kaiser og franska auðfélagsins Pechiney. Þá hefur Alcoa samið um að koma upp aluminiumbræðslu í Mexico og Reynolds samið við Venesuela. I Guineu í Afríku hafa ýmsir aluminium-hringar myndað samtök, sem heita Fria og ráðast þar í risafyrirtæki, er framleiðir hauxit þar og fullvinnur aluminium. I Fria eru: Amerískir hringar með helming hlutafjárins og auk þess brezka Aluminiuin Company Ltd., franska félagið Pechiney og hið svissneska Aluminium Industrie Aktiengesellsclmft (AIAG), (en það er þetta síðastnefnda félag, sem íslenzka ríkisstjórnin stendur í samningum við). Það er gert ráð fyrir 400 þúsund smálesta framleiðslu í Guineu og yrði þá Guinea þriðji mesti aluminium-framleiðandi heims. Rafmagn þar yrði mjög ódýrt og aluminium þaðan gæti orðið hið ódýrasta í heimi. En á öðrum stað í Guineu er Altd (Kanada-hringurinn) að verki, í Boké og á Los-eyjunum er unnið hauxit og flutt til Kanada, aðeins á árinu 1958 nam það 457 þúsund smálestum og er áætlað að þær bauxit-námur verði þurrausnar 1970. Með slíkri græðgi þurrausa auðhringarnir auðlindir Afríku. * Svo kallaðar þær verksmiðj ur, er vinna aluminium-inálm úr aluminiumoxyd.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.