Réttur


Réttur - 01.01.1964, Síða 50

Réttur - 01.01.1964, Síða 50
50 R É T T U R Þær skapa sér menntun, sem þær voru sviknar um. Og þær munu halda áfram. Ekkert afl fær stöðvað þá göngu, sem hér er hafin. í Evrópu og Norður-Ameríku stendur nú borgarastéttin og verka- lýðurinn frammi fyrir því, að aðstoða þessar þjóðir, sem brotið hafa af sér nýlendufjötrana, við að byggja upp fullþróuð iðnaðar- ríki, er nota sjálf m. a. þær hráefnalindir, sem auðmannastéttir Atlantshafsbandalagsins hingað til hafa rænt. Auðhringarnir halda krampataki í auðlindir sínar í nýlendunum. En það mun ekkert þýða. Prófsteinninn á skilning þjóðanna í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku verður sá, að þær geti horft á það aðgerðarlausar, að hver auðlind þessarra landa, er áður var rænt af kúguðum íbúum þess og eru enn í erlendum auðvaldströllahöndum, verði smátt og smátt þjóðnýtt, oft skaðabótalaust, í hverju landinu á fætur öðru út alla þessa öld og síðan hjálpað þessum þjóðum, er endurheimt hafa ránsfenginn, til þess að byggja upp iðnað. Það liggur í augum uppi, að auðhringar eins og Standard Oil, Unilever og aðrir munu öskra, er olíulindir, ekrur og verksmiðjur verða þjóðnýttar hver af annarri. En lýðræðisöfl þessarra landa verða að halda auðhringunum í skefjum og hindra öll þeirra hugs- anlegu hernaðarævintýr. En þar með er ljóst, að í æ ríkari mæli verður í þessum lönd- um að velja á milli auðvaldsins og lýðrœðisins. Einokunarhring- arnir munu tryllast því meir, sem að þeim þrengir, heima fyrir og erlendis. Þeir munu reyna að beita ríkisvaldinu til hemaðaraðgerða gegn nýfrjólsum þjóðum, •—stundum á laun, leiguher, — stundum opinskátt, Kúba, Kongó, Panama, — herforingjabyltingarnar í Suður-Ameríku, •— allt eru þetta dæmin til viðbótar við Suður- Vietnam, Suður-Kóreu, Formósu og Japan. Þeir munu heita rík- isvaldinu heima fyrir til vaxandi kúgunaraðgerða gegn verkalýðs- hreyfingunni. Tilhneigingarnar í Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi tala sínu máli. Eining allra stétta, utan auðvaldsins sjáljs, gegn einok- unarauðvaldinu, getur þá orðið eina lausnin til J)ess að tryggja frið út á við og lýðrœði og velgengni inn á við í hinum fornu auðvaldsríkjum Evrópu og Norður-Ameríku. Og það gerist aðeins með því að svifta einokunarvaldið einokuninni á rík- isvaldinu og tökunum á efnahagslífi þessarra ])jóða. ❖

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.