Réttur


Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 35
R É T T U R 35 fyrstur manna og endurtekið var á 20. þingi Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, að Bretland er eitt þeirra auðvaldsríkja, þar sem hægt er aö koma á umskiptunum frá kapítalisma til sósíalisma á frið- samlegan hátt í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og fyrir tilverknað þingsins. Kosningakerfi okkar grundvallast á einmenningskjördæmum, og nær frambjóðandi sá, sem flest atkvæði hlýtur, kosningu, þótt sam- eiginlegt atkvæðamagn andstæðinganna sé meira. Ekki er um hlut- fallskosningar aS ræða af neinu tagi. Þetta kerfi gerir smáflokk- um svo til ókleift að ná þingfulltrúum, ekki sízt þar sem kjósend- ur hugsa fyrst og fremst um það í almennum kosningum, hvaða ríkisstjórn þeir vilji fá en miklu minna um persónulega verðleika frambjóðendanna, og því hika þeir við að „eyða“ atkvæði sínu á óháðan frambjóðanda eða á frambjóðanda flokks, sem ekki get- ur gert sér neinar vonir um að komast í ríkisstjórn. Forusta hægrimanna er að sjálfsögðu íhaldsstjórnin og íhalds- flokkurinn, sem hefur aS bakhjarli öfl auðvalds og verzlunar og nýtur stuðnings þeirra, sem lifa af leigutekjum, vaxtagreiðslum og gróða. Nokkur síðustu árin hafa Frjálslyndir orðið Ihaldsmönn- um alvarlegir keppinautar í ýmsum aukakosningum. Frjálslynd- ir segjast sjálfir vera „róttækir“ og þykjast vera vinstra megin við Verkamannaflokkinn. En sú er ekki skoðun kjósenda: Frjáls- lyndir frambjóðendur taka um það bil fjögur atkvæði af íhalds- mönnum á móti hverju einu, sem þeir taka frá Verkamannaflokkn- um. ÞaS er heitasta ósk VerkamannaflokksframbjóSanda í kjör- dæmi, þar sem litlu munar, að forsjónin færi honum Frjálslyndan frambjóðanda. Því þá klýfur hann borgaraatkvæðin, sem íhalds- fiokkurinn ætlaði sér, en hefur tiltölulega lítil áhrif á atkvæði verkafólks og vinstrimanna, sem aðhyllast Verkamannaflokkinn. íhaldsmenn halda því fram, að fylgi Frjálslyndra sé aðeins stundarfyrirbæri; þar komi í aukakosningum fram óánægja meS ríkisstjórnina frá fólki, sem aftur muni hallast að íhaldsflokkn- um í almennum þingkosningum í stað þess að „eyða“ atkvæðum sínum. Sannleikurinn er sá, að Frjálslyndir skírskota á fersk- ari og meira sannfærandi hátt en thaldsmenn til þeirra millistéttar- manna og faglærðra verkamanna, sem vilja vera framfarasinnaðir í þjóðfélagi hins frjálsa framtaks en óttast almenningseign. Þessir milliaðilar eiga það enn ólært, að á öld einokunarauðvaldsins er þetta líkt og að vilja vera sundkóngur án þess að bleyta sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.