Réttur


Réttur - 01.01.1964, Síða 27

Réttur - 01.01.1964, Síða 27
R É T T U R 27 Barátta landnámsmanna við óblíða náttúru stældi kraíta þeirra og hið nýja þjóðfélag verður með öðru sniði en á meginlandinu. Landnámið heftir þróun til yfirstéttarríkis, eflir samheldni og frið. f riður verður fyrsta lífsskilyrði íslenzks þj óðfélags. Hin friðsam- lega þróun seinkar hruni ættasamfélagsins og það þróast á Islandi um nokkurt skeið við einstakar aðstæður. Það stendur eftir á ís- landi, er það líður undir lok í Evrópu. Þessar sérstöku aðstæður eru frumorsök þess, að hér þróast menning, skapast listaverk, sem tæplega eiga sér nokkra hliðstæðu. Hin sérstæða menning þjóð- veldisins var ekki séreign neinnar stéttar, hún er nátengd þjóðlífi vinnandi manna og þjónar þeirra hagsmunum. I liinu sérstæða skáldskaparformi, íslendingasögum, er alþýðan sjálf hæði höfundur og yrkisefni. Þær eru sagnir um vinnandi mann, sem berst íyrir friði og ver rétt sinn og manngildi gegn höfðingjum. Þar eigum við ógleymanlegar myndir af beztu einstaklingum þjóðveldisins, eins og þeir voru áður en vald yfirstéttar hraut niður félagsskap þeirra. Einar Olgeirsson rannsakar nákvæmlega skyldleika íslenzka þjóð- veldisins við ættasamfélögin gömlu eins og þau voru á þroskaðasta stigi sínu erlendis. Um leið sýnir liann fram á ættarmörk ættsveit- anna á þjóðveldinu, dregur fram hin íslenzku sérkenni og sérstöku aðstæður og segir að lokum, að sköpun þjóðveldisins sé undir- staða allrar tilveru og sérstöðu íslenzkrar þjóðar, mikilvægasta stað- reyndin í sögu hennar. Þá er rakið, hvernig hinn efnahagslegi grundvöllur þj óðveldisins liðaðist sundur og það 'hrynur að lokum á 13. öld, hvernig stétta- mismunur eykst og andstæðar stéttir koma fram, ósættanlegar mót- sagnir. 1 kjölfar slíkrar þróunar fylgir valdarán höfðingjastéttar, sem skapar sér kúgunartæki til að halda andstæðunum í skefjum. Þetta tæki er ríkisvaldið, sem er fylgifiskur stéttaþjóðfélags. En ríkisvaldið er lengi að myndast á íslandi. Hinir innlendu höfðingjar börðust um forustu þess. Þeir reyndu að hagnýta sér erlent, norskt ríkisvald í innbyrðis deilum. Þeir gerðust erindrekar þess valds í eigin hagsmuna skyni. Afleiðingin verður sú, að ríkisvaldið lendir í klóm norskrar yfirstéttar, verður útlent. Orðrétt segir höfundur: „Stórhöfðingjarnir eyðilögðu þjóðveld- ið með valdabrölti sínu. Þeir færðu fyrstir sönnur á það, sem síðan hefur hlotið staðfestingu reynslunnar, að íslenzkri yfirstétt virðist

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.