Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 4

Réttur - 01.01.1964, Page 4
Hin gömlu kynni „Endurminningin merlar æ í mána silfri hvaS, sem var, yfir hiS liSna bregSnr blæ blikandi fjarlægSar, gleSina jafnar, sefar sorg: svipþyrping sækir þing í sinnis bljóSri borg.“ Grímur Thomsen. Það var á Akureyri árið 1926. Við vorum að byrja að gefa út „Rétt“ undir minni ritstjórn. Fyrsta heftið var að koma út um haustið — seint. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi hafði látið mig hafa eitt feg- ursta af nýju kvæðunum sínum til að birta þar. Upphafskvæði hins nýja „Réttar“ varð „Hrærekur konungur í Kálfskinni“. Það átti allt sína sögu. Með okkur Davíð hafði tekizt innileg vinátta 1924—5. Davíð var þá (1925) þrítugur, ég 23 ára. Davíð var átrúnaðargoð okkar unga fólksins, hinn frjálsi, djarfi boðberi alls þess, sem hét að varpa af sér okinu. Hann var holdi klæddur uppreisnarhugurinn gegn öllum broddborgaraskapnum — og af honum var mikið á Akureyri. Og góðborgararnir hneyksluðust á honum og dáðu hann, öfunduðu hann og óttuðust hann. Eg hafði verið formaður Stúdentafélagsins eitt af þessum árum. Á ágætu þorrablóti þess félags þá, las Davíð í fyrsta sinn „Hallfreð vandræðaskáld“. Það var í litla salnum uppi í Góðtemplarahúsinu. Eg gleymi aldrei þeirri stundu.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.