Réttur


Réttur - 01.01.1964, Síða 61

Réttur - 01.01.1964, Síða 61
R É T T U R 61 Margir efast um að aluminium-neyzla heimsins aukist eins mikið og þarf til að taka við allri þessari nýju framleiðslu. Ef úr neyzlu dregur, þá eiga „smáu“ félögin og smáþj óðirnar allt undir náð hinna voldugu auðhringa. Hin stjórnlausa framleiðsla auðvaldsþjóðfélagsins er ætíð hættuleg. Það eyk- ur á hættuna, að Bandaríkin eiga tveggja ára birgöir af bauxit og aluminium, sem safnað hefur verið frá herstjórn- arlegu sjónarmiði, — og aukist friðarhorfur, þá getur þetta allt komið til viðbótar á markaðinn. Jafnt fyrir þau lönd, sem framleiöa bauxit, sem og hin, er vinna aluminium, er kreppueðli kapitalismans stórhættulegt. Hinir voldugu einokunarhringar aluminiumframleiðslunnar geta teflt einu landinu gegn öðru. Ymsir spá minnkun aluminium-framleiðslunnar á árinu 1966. Afleiðingar þess gætu orðið óskaplegar, ekki sízt fyrir lönd eins og Jamaica, sem framleiðir nú fimmtung alls bauxits í heiminum. Samfylking allra þeirra landa, sem auðhringarnir nú arðræna ýmist vegna hráefna þeirra eða fossaafls, væri nauðsyn til þess að hamla á móti einokunarhringunum. Ymsir álíta það eitt verk- efni Sameinuðu þjóðanna að aðstoða tæknilega við slíkt. Endan- legt vald yfir auðhringunum næst liins vegar ekki fyrr en með þjóðnýtingu þjóðanna á þeim, hráefnalindum þeirra og verksmiðj- um, — með sósíalisma. Aluminium-hringarnir í Noregi. Oss íslendinga varðar sérstaklega um, hvernig gengur um að- stöðu aluminium-hringanna í Noregi. Þar eru eftirfarandi aluminium-félög: Hlutafélagiö Norsk Aluminium Company (NACO). Var stofnaö 1915, en endurskipulagt 1923 í „samvinnu“ við bandarískt og síð- ar kanadískt auðmagn. Hlutafé er 14 milljónir norskra kr. Er því skipt jafnt á inilli hins kanadíska Mellon-hrings Aluminium Ltd (Altd) og norskra hluthafa, sem eiga hlutafélagið Höyanger. Hiutafélagið Nordisk Aluminiumindustri. Hlutafé 13 millj. norskra króna. Ameríski hringurinn ræður því beint og óbeint. Þetta félag er í náinni samvinnu við Ilo Van í Moss, Halden Al- uminium-fabrikk og Norsk Aluminiumsvarefabrikk í Björgvin. Del norske Nitridaktieselskap. Hlutaféð er 15 millj. norskra kr. Helming þess á Kanadahringurinn (Altd) og hinn helminginn á

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.