Réttur


Réttur - 01.01.1964, Síða 57

Réttur - 01.01.1964, Síða 57
R É T T U R 57 1937 í sjúkrahúsi, sem liann hafði loks verið fluttur í nokkrum dögum áður, sakir mótmæla um heim allan. Rétt þegar sigurinn var aS vinnast 1945 myrtu fasistarnir Euge- nio Curiel, aðalritstjóra Milano-útgáfunnar af l’Unita. Síðan hefur l’Unita verið sú rödd flokksins, er bezt hvatti til baráttunnar. Fræg er sérstaklega kosningabaráttan 1953, þegar flokknum, m. a. fyrir framúrskarandi baráttu PUnita, tókst að hindra það að afturhaldið fengi meirihluta í ítalska þinginu og gæti gerbreytt öllu kosningaskipulagi, eins og de Gaulle tókst í Frakklandi. l’Unita er í dag útbreiddasta blað Italíu. Eintakafjöldinn er 300.000 til 350.000 hvern virkan dag. Blaðið kemur út í tveim útgáfum, önnur í Róm, hin í Milano. Sunnudagsútgáfan er hins vegar 700.000 til 800.000, stundum meira að segja ein milljón. Aðeins 10 blöð og tímarit koma út í meira en 100.000 eintökum á Ítalíu. Borgaraflokkarnir öfunda l’Unita eðlilega af útbreiðsl- unni, en ítalski verkalýðurinn er stoltur af blaði sínu, lrann stendur sjálfur fjárhagslega undir því með voldugum fjöldasamtökum, sem heita „Vinir l’Unita“. ASalritstjórinn er nú Mario Alicata.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.