Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 42
42
lt É T T U H
ið, en þau kerfi verði síðan fullkomnuð og/eða samkomulag gert
um einhverskonar alþjóðlegt eftirlit.
I aðalrœðu sinni á ráðstefnunni lagði Wilson mikla áherzlu á
alþjóðamálin.
Þegar hann vék að för sinni til Moskvu, sagði hann: „Ejtir
er að ná árangri á tveimur sviðum, í fyrsta lagi samkomulagi
um að koma í veg fyrir dreifingu kjarnorlcuvopna til fleiri
ríkja, og í öðru lagi samkomulagi um svœði þar sem algert
bann verði lagt við kjarnorkuvígbúnaði og annar vígbúnaður
verði skorinn niður í vaxandi mœli. Hvers vegna getum við
ekki lcomið okkur saman um að öll Ajríka verði kjarnorku•
vopnalaust svæði? Við megum elcki troða upp á ný Afríku-
ríki lösturn hinnar svokölluðu œðri menningar. Og rómanska
Ameríka og Mið-Austurlönd. Og umjratn allt leggjum við
áherzlu á [tað sem alltaf hejur verið stejna okkar að í Mið-
Evrópu, þar sem háskalegar viðsjár eru, verði komið upp
kjarnorkuvopnálausum svœðum, með virku eftirliti, svœðum
þar sem venjulegur vopnabúnaður verði einnig skorinn mark-
visst niður.“
Utanríkisstefna Verkamannaflokksins felur það í sér að gert
verði bráðabirgðasamkomulag um Berlín, sem feli í sér algera og
endanlega viðurkenningu á landamærum Póllands og óformlega
viðurkenningu á Austurþýzka ríkinu gegn samningi, sem bæði
þýzku ríkin, Sovétríkin, Pólland, Ungverjaland, Tékkóslóvakía og
Vesturveldin stæðu að, og tryggði fullveldi og samgöngufrelsi Vestur-
Berlínar, en að Sameinuðu þjóðirnar yrðu á einhvern hátt aðili að
þessu samkomulagi. Þessu þyrfti, að mati Verkamannaflokksins, að
fylgja sáttastefna og svæðisbundin afvopnun í samræmi við Rapacki-
áætlunina, jafnframt því sem búið væri í haginn fyrir sameiningu
Þýzkalands í áföngum með samningum fulltrúa beggja þýzku ríkj-
anna innan ramma samkomulagsins um Berlín og minnkandi við-
sjár.
Verkamannaflokkurinn hefur lýst algerri andstöðu sinni við það
að Þýzkaland eigi nokkurn hlut í yfirstjórn kjarnorkuvopna, livort
sem sú hlutdeild væri bein eða óbein, sjálfstæð eða öðrum háð,
einnig hefur Verkamannaflokkurinn hafnað hugmyndinni um eigin-
legan kjarnorkuflota og samþjóðlegan kjarnorkuher innan Atlants-
hafsbandalagsins.
Willy Brandt sat þingið sem gestur, en margir Verkamannaflokks-