Réttur


Réttur - 01.01.1964, Síða 29

Réttur - 01.01.1964, Síða 29
EINAR OLGEIRSSON: Meðan ríkisvaldið . . . Það hefur áður verið sýnt fram á það rækilega hér í Rétti, hve purkunarlaust íslenzk auðmannastétt notar ríkisvaldið til þess að ræna jafnóðum öllum kauphækkunum af verkalýð og öðrum launþegum. Verkalýður Islands verður að draga sínar ályktanir af þessu lyrirbrigði. Ályktanirnar geta aðeins verið þær: að meðan ríkis- valdið sé einolcað a/ auðmannastéltinni, þá eru allar umbœtur, sem alþýðan knýr jram með baráttu sinni, hvort sem það eru kaup- hœkkanir, alþýðulryggingar eða aðrar, í hœttu. Þessvegna verði verkalýðurinn jafnhliða því, sem hann heldur áfram þrotlausri baráttu sinni fyrir endurbótunum, að herða þá baráttu sína, sem niiðar að því að ná áhrifum á ríkisvaldið og að lokum ná því úr höndum auðmannastéttarinnar. Baráttan um ríkisvaldið lilýtur því alltaf að vera höfuðtilgangur allrar pólitíslcrar starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar. Hin síendurtekna og vægðarlausa beiting ríkis- valdsins til að hækka verðlag ætti að opna augu þess verkafólks, sem treyst hefur borgaraflokkunum, fyrir því að hin pólitíska bar- átta með atkvæðaseðlinum, verður að tryggja þá ávexti, sem nást tneð kaupgjaldsbaráttunni, ella verði þeim rænt. Hér verður nú birt tafla yfir þróun kaupmáttar tímakaupsins síðustu 20 árin. Hún sýnir hvernig ríkisvaldinu hefur verið beitt af borgaraflokkunum til þess að rýra kaupmáttinn með gengis- lækkunum, verðlagshækkunum og öðrum ráðstöfunum ríkisvalds- ins. Kaupmáttur tímakaupsins er einn réttasti mælikvarðinn á lífs- björin í þjóðfélagi með fullri atvinnu. Annar höfuðmælikvarði eru bin þjóðfélagslegu fríðindi. Eins og nú standa sakir á íslandi, er binsvegar sjálfur kaupmáttur dagkaupsins aðalatriðið.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.