Réttur


Réttur - 01.08.1937, Page 1

Réttur - 01.08.1937, Page 1
RÉTTUR XXII. ÁRG. ÁGÚST 1937. 6. HEFTI „Tafarlausa samelningi!&“ Eftip Halldór Kiljan Laxness. Ekki verður úr því skorið í svipinn, hvort tillaga ,sú um „tafarlausa sameiningu“ verklýðsflokkanna, sem Héðinn Valdimarsson flutti á Dagsbrúnarfundi 15. júlí, er fram komin til þess að bjarga framtíð verklýðssamtakanna eða framtíð tillöguhöfundar innan verklýðssamtakanna. Því miður er tillagan þannig hugsuð og orðuð, að hun virðist frekar vera herbragð en alvarleg viðleitni til hagnýtrar lausnar. Áður en kjárni tillögunnar er tekinn til athugunar, er ekki úr vegi að minna á, að þetta er í þriðja sinn, sem stofnað er til „samninga“ við Kommúnistaflokk- inn að undirlagi Héðins Valdimarssonar. Fyrstu samn- ingaumleitanirnar áttu sér stað eftir sigur samfylk- ingarinnar 1. maí í fyrra. Þá gekk H. V. eftir ýms- um áhrifamönnum úr Kommúnistaflokknum og talaði líklega um samvinnu, og tókst að halda ýmsum kom- múnistum uppi á snakki um þetta fram eftir sumri, þangað til kom að þingi Alþýðusambandsins. Þá voru baráttumál samfylkingarmanna fyrirvaralaust gerð að starfskrá Alþýðuflokksins — með þeirri við- bót að neita öllum samningum við kommúnista í eitt skifti fyrir öll. Sama aðferð var notuð fyrsta maí í vor. Hand- gengnir menn Héðni Valdimarssyni voru sendir til að „semja“ við kommúnista um sameiginlega kröfu- göngu. Eins og fyrr var allt gert til að tefja tímann og reyna að halda kommúnistum sem lengst uppi á 193

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.