Réttur


Réttur - 01.08.1937, Page 2

Réttur - 01.08.1937, Page 2
snakki, til þess að þeir slægju sjálfstæðri undirþún- ingsstarfsemi undir daginn á frest. En hinir hand- gengnu menn reyndust ekki nógu miklir undirhyggju- menn til þess að þrauthalda uppi undandrætti og vífilengjum, heldur vissu ekki fyrr en þeir höfðu, að því er virðist af meðfæddum heiðarleik, goldið hinum ómótbærilegu rökum samfylkingarmanna já- kvæði sitt, og það var gert uppkast að samningi um eina kröfugöngu beggja flokkanna, fám kvöldum fyrir 1. maí, — og það var ekki fyrr en átti að undir- skrifa samninginn, að þeir mundu eftir Héðni Valdi- marssyni. Þeir báðu um, að undirskrift samningsins mætti dragast eina nótt, með þeim ummælum að ,,við yrðum að treysta hvor annars drengskap í eina nótt.“ Um nóttina er Héðni tilkynnt á hve hættulegan rek- spöl málinu sé komið: Það leit hvorki út fyrir meira né minna en að samningar væru að takast. Dagana á eftir voru þessir bágstöddu menn látnir sverja sál sín til eilífs elds um það, að þeim hefði aldrei til hugar komið að semja við kommúnista. Óánægjan með sundrungarpólitíkina hafði ekki aðeins slegið alla óbreytta liðsmenn Alþýðuflokksins nú eftir kosningarnar 20. júní, heldur hafði hún einn- ig gripið heiftarlega um sig meðal ýmsra beztu for- ustumanna flokksins. Svar Héðins er það, að bera fram svo róttæka samnings- og samvinnutillögu við Kommúnistaflokkinn, að samfylkingartillögur kom- múnista sjálfra drukknuðu eins og hvert annað lítil- fjörlegt hljóðskraf í hávaða. Hér var um aðferð að ræða, sem ekki er óþekkt í Alþýðuflokknum, þegar allt virðist vera að komast í óefni, að bera fram til- lögur, sem eru lengra til vinstri en öll vinstripólitík, róttækari en allt sem róttækt er, rauðari en allt sem rautt er. Um framkvæmanleik tillögunnar var ekki spurt fremur en fyrri daginn. En eitt stendur stöðugt: samvinnu- og samninga- 194

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.