Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 3

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 3
krafan er sterkari í Alþýðuflokknum nú en nokkru sinni fyrr. Og það a sem sagt eftir að sýna sig, hvort þessi tillaga á eftir að bjarga verklýðssamtökunum í framtíðinni, eða aðeins framtíð Héðins Valdimars- sonar innan verklýðssamtakanna. Auk hinnar raunsæu og mjög svo tímabæru tillögu, sem frá upphafi hefir verið stefna kommúnista, að endurskipuleggja Alþýðusambandið, og gera það ,,ópólitískt“ verklýðssamband (fagsamband) fer Héðinn fram á það á Dagsbrúnarfundinum 15. júlí, að Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn ,,gangi nú þegar til endanlegra samninga um tafar- lausa sameiningu í einn sameinaðan alþýðuflokk.“ Þetta er í rauninni höfuðatriðið í tillögu hans. Þetta ákvæði er enn einn talandi vottur um þann skort á sálrænu skynbragði, sem er ljóður á ráði hins ötula stjórnmálamanns, Héðins Valdimarssonar. — ,,Tafarlaus sameining,“ segir hann. Það er með öðrum orðum ekki gert ráð fyrir að neinn psýkólógiskur prósess, nein hugarfarsbreyting, og þaðan af síður nokkrar undanfarandi tilraunir til samstillingar í starfi, hagnýt prófun á samvinnumöguleikum, þurfi að eiga sér stað milli þessara tveggja flokka, áður en gengið er til fullkominnar sameiningar þei'rra. Það er gert ráð fyrir að hægt sé að hella flokkunum sam- an fyrirvaralaust eins og steinolíu úr einum brúsa í annan. Það er sannast mála, að slílc uppástunga um „taf- arlausa sameiningu“ þýðir í framkvæmdinni nákvæm- lega sama og enga sameiningu. Ef stefnt er að alvarlegri, hagnýtri lausn þessa máls, þá verður auðvitað fyrst af öllu að rannsaka hvort einn hugur sé ráðandi með báðum aðilum um sameiginlega starfskrá og sameiginlegan baráttu- grundvöll, — án þess þó að gleyma að koma sér sam- an um höfuðdrætti hinnar fræðilegu undirstöðu, þann- 195

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.