Réttur


Réttur - 01.08.1937, Qupperneq 6

Réttur - 01.08.1937, Qupperneq 6
og verður að bíða þess með eftirvæntingu, að skip- verjar komi í land. Það er ákaflega spennandi að horfa á þessa sigl- ingu, því að það er hvorki meira né minna en sjálft ævintýrið, sem flýtir sér upp að hinni afskekktu strönd. Og þegar skipin eru lögzt og búið er að íella seglin, er hægt að hugsa sér, að öll þessi siglutré séu skógur, eins og lesa má um í bókum, og sumt full- orðið fólk talar um eins og þeir væru til. Mennirnir, sem ganga fram og aftur á milli trjánna og kallast á og syngja á hinu undarlega máli sínu, sem ekkert skilst af, nema la la, eru þá villimenn skóganna og þeir, sem klifra upp um öll trén og út á hverja rá eru apar að leita að ávöxtum. Þá er gott að sitja í fjör- unni á svörtu hnullungunum, sem sólin hefir hitað, og horfa á þennan ókunna heim, sem er eins og yndis- legur draumur á sunnudagsmorgni. Auðvitað var annað eins og þetta, að siglutrén séu skógur og hinir vingjarnlegu, svarthærðu menn með sitt fallega la la-mál, séu villimenn og apar, ekkert annað en gamansamur tilbúningur, ekki einu sinni alvarlegar hugsanir, því að Lauga vissi það, eins og öll börnin, að þetta voru Flandrarar, og skipin þeirra, með háu siglunum, voru fiskiskip. Fyrir því voru mjög áþreifanlegar sannanir. Þeir höfðu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar gefið bæði Laugu og hinum börn- unum sitt ágæta Flandrarakex. Auk þess hafði hún prjónað margan sjóvettlinginn úr grófu togi, sem þess- ir menn keyptu og borguðu með kexi og stundum rauðu víni. Það var alveg ótrúlega mikið af brauði, sem fylgdi þessum framandi sjómönnum, og þeir voru ósparir á það við landsmenn. Það var eins og allir fjarðarbúar væru til altaris allan tímann, sem Flandrararnir voru inni; óslitin heilög kvöldmáltíð: brauð og vín. Börnin sátu oft hjá þessum fátæku fiskimönnum, meðan þeir þvoðu fötin sín í lækjunum og börðu 198

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.