Réttur


Réttur - 01.08.1937, Side 8

Réttur - 01.08.1937, Side 8
enda gátu þeir ekkert um það vitað, því að þeir skildu miklu minna í hinu hljómfagra la la-máli, en þeir vildu láta mann halda. Það þurfti enginn að segja henni neitt um þennan dreng, hún vissi allt um hann; hann var niðursetningur á þessu skipi. Hún hafði hvað eftir annað séð hann barinn og skipverja sparka í hann með þungu tréskónum sínum. Þessi atlot þekkti hún og vissi, að menn höfðu einkarétt á að sýna þau niðursetningum. Hún vorkenndi drengnum ekki sér- lega mikið og fannst hann hálfgerð ómynd að hljóða af slíku, því að hún vissi það af eigin reynd, að það var ekki eins vont fyrir niðursetning að vera barinn, eins og menn héldu af því, hvað það er ljótt að horfa á það. Það mátti mikið draga úr sársaukanum með því að skjóta upp kryppu og verja andlitið og brjóstið með handleggjunum. Hitt var verra að láta sparka í sig með tréskóm; það hlaut að hrufla fótleggina, og allar skeinur voru óþægilegar fyrir niðursetninga; það komu á þær skorpur, sem svo rifnaði sífellt ofan af. Hún hljóðaði aldrei sjálf, þó að hún væri barin, saug bara á sér neðri vörina og hugsaði ljótt. Hitt skildi hún vel, að drengurinn hljóðaði, þegar einn skipverja hélt honum fyrir utan borðstokkinn og lézt ætla að henda honum í sjóinn, því að þá hlaut hann að hafa orðið hræddur, og hún vissi, hve óttalegt það var að hræðast, því að Jón, húsbóndi hennar, hafði einu sinni ógnað henni með hnífi og sagt, að hann skildi drepa hana, ef hún segði Katrínu frá koníaks- flöskunni, sem hún sá hann vera að fela út í skúr. En Katrín var vön að gera slíka hluti upptæka fyrir bónda sínum, þegar hann átti að vera að stunda sjó. Laugu fannst það í raun og veru all-undarlegt, að það skyldu vera til niðursetningar á skipum. Hún hafði eiginlega aldrei hugsað út í það, að til væru aðrir niöursetningar en hún sjálf, en samt var hún viss um, að þetta var svona. Hún hafði engin orð á þessu við neinn, því að hún hafði lært það af ýrnsu. 200

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.