Réttur


Réttur - 01.08.1937, Page 13

Réttur - 01.08.1937, Page 13
hann ekki á hana þegar hann fór. Það var engu lík- ara en hann kenndi henni um allar þessar ófarir. Hana langaði sjálfa til að heyra einhver hughreyst- .andi orð, en allir stóðu þarna steinþegjandi, eins og eitthvað voðalegt væri að gerast. Hún gekk til barna, ,sem stóðu í hóp og horfðu á hana eins og þau hefðu aldrei séð hana áður. Hana langaði til þess að tala við þau um þetta vandamál. En þegar hún nálgaðist þau, viku þau undan þegjandi. Tvær stórar telpur kræktu saman handleggjunum, flýttu sér á burt og kölluðu á minni telpurnar með sér, sneru sér við, litu á hana og pískruðu. Stákarnir glottu frekjulega fram- -an í hana. Það var eins og hún væri með drepsótt. Loksins kom skýringin: Þú ættir að snáfa heim og láta engan sjá þig, sagði ein kona í hópnum. Lauga saug fast á sér neðri vörina. Hún vissi það vel, að hún mundi verða barin fyrir að stelast að heiman, en hún skildi bara ekki, hvers vegna þessi kona var að skipta sér af því. Fólk var yfirleitt ekki vant að hlutast til um hennar hagi. Þér finnst kannski sómi að því að vera að flækjast með Fransmönnum uppi í brekkum? Það ætti að vera óhætt að klessa á þig fermingarnefnu fyrst. Já, það byrjar snemma hjá þessu hyski, sagði einn maðurinn. Strákarnir hlógu ótugtarlega. Var gaman, Laúga? gall loksins við einn stór strák- ur og hláturinn varð hár og almennur hjá krökk- unum. Þá tók Lauga til fótanna og flýtti sér heim. Katrín tók á móti henni, rauð af illsku, en sagði ekki neitt, Jón var fullur og hafði orðið: Þokkalegt að heyra um þig, flennan þín, þú verður einhverntíma góð. Það var ekki beinlínis umvöndun í rómnum, heldur einhver lostakennd ánægja yfir að geta ákveðið örlög þessa gjörspillta ungmennis. Það væri ekki úr vegi að láta lækninn líta á þig, bætti hann við, tók húfu sína og glotti að klókindum sínum að fá sér þessa ástæðu til að fara að heiman. 205

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.