Réttur


Réttur - 01.08.1937, Page 18

Réttur - 01.08.1937, Page 18
isminn lítur á fátæktina sem skömm og svívirðu og glæp og smánarblett á mannkyninu og erfðafjanda siðmenningarinnar, og til þess að útmá þennan smán- arblett, þennan glæp allra glæpa, útheimtist fyrst og fremst almenn upplýsing. Það er einkenni á óupp- lýstu fólki, að það trúir kenningum sérréttindastétt- anna um það, að fátæktin sé eins samgróin og óað- skiljanleg þjóðfélaginu eins og menn héldu áður fyrr að lúsin væri óaðskiljanleg hverjum heilbrigðum manni. En upplýstir menn trúa ekki þessum kenning- um, sem sérréttindastéttirnar hafa af mannhatri lát- ið prédika alþýðu um óhjákvæmilega nauðsyn fá- tæktarinnar, heldur vita þeir af hverju fátæktin staf- ar og hver heldur henni við og hverjir græða á því að til sé fátækt og hvað eigi að gera til að útmá þetta böl og þessa svívirðingu af jörðinni. En ég er sem sagt ekki hingað kominn í dag til þess að prédika sósíalisma, það verður að bíða betri tíða. Það sem var aðalerindi mitt hingað í dag er ekki að segja ykkur hvaða aðferð eigi að hafa til að koma á sósíalismanum á íslandi, heldur að flytja ykkur fregnir af lítilli tilraun, sem nú er í ráði að gera til þess að brjóta skarð í þann múr, sem þjóðfélag okkar hefir reist milli rithöfundanna og fátækra manna, milli upplýsingarinnar og almennings. Við höfum tekið okkur saman, nokkrir rithöfund- ar, um að gera ráðstafanir til að brjóta skarð í þann múr, sem þjóðfélagið hefir sett á miíli okkar og fá- tækrar alþýðu. Eins og þið kannski vitið, hefur verð bóka hér á landi orðið að vera mjög hátt vegna þess, hve fáir höfðu efni á að kaupa bækur, og fáir höfðu efni á að kaupa bækur vegna þess, hve verðið var hátt. Alþýða manna og við rithöfundarnir vorum hneppt í þannig lagaðan vítahring, að hvorugur náði til annars, nema að mjög litlu leyti. Þennan vítahring höfum við rit- höfundarnir nú ákveðið að gera tilraun til að rjúfa. 210

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.