Réttur - 01.08.1937, Síða 21
hvíldartímum sínum fylgist hann með öllum merkari
nýungum heimsbókmenntanna. Þegar ég heimsótti
hann seinast, lagði hann frá sér Eyeless in Ghaza eftir
Aldous Huxley, frægasta skáldverk Englendinga frá
seinasta ári, um leið og hann gekk á móti mér til að
bjóða mig velkominn eftir tíu ára fjarvistir.
Ég sphrði hann: Hvað eigum við að gera til þess
að önnur héruð á landinu verði jafn lýðmenntuð og
Suður-Þingeyjarsýsla? Heldurðu að það mundi tak-
ast með nýrri löggjöf um bókasöfn, og skipulagn-
ingu á bókadreifingu og bókalestri?
Nei, sagði hann, löggjöf og skipulagning nær
skammt og kemur ekki að notum fyrr en áhuginn er
. vaknaður hjá fólkinu sjálfu. Frumskilyrðið cil að
mennta fólkið og útvega því bækur og kenna því að
lesa, er það, að í hverju héraði, helzt hverri sveit,
séu áhugasamir einstaklingar, sem vilja fórna tíma
sínum og kröftum til þess að vekja fólkið í kringum
sig, segja tregðu og sljóleik stríð á hendur, og beina
hugum þess til þekkingar, snilldar og menntunar.
Án slíkra manna í hverri sveit hjálpar hvorki jskipu-
lagning né löggjöf.
Ef sérhver sveit, og þó ekki væx-i nema hver sýsla
á íslandi, ætti slíkan mann sem Benedikt á Auðnum
hefir verið Suður-Þingeyjarsýslu, þá væri framtíð
lýðræðisins borgið hér á Islandi. Þá byggi hér þroskuð
alþýða, fullfær um að hafa sín eigin mál í eigin hönd-
um, og stýra þeim sér til giftu.
Með bókmenntafélaginu Mál og menning hefir
verið skapað verkfæri fyir áhugasama menn úr svip-
uðu efni og Benedikt á Auðnum, til þess að útbreiða
í landinu þekkingu og fegurð gegnum miðil hins rit-
aða orðs. Við þurfum að eiga samverkamenn í lík-
ingu Benedikts í sem flestum sveitum, menn, sem'
skilja. að það að vinna fyrir upplýsingu þjóðarinnar
er sama og að vinna fyrir lýðræðið í landinu. Án
slíkra áhugaman'na í sveitum landsins er Mál og
213