Réttur


Réttur - 01.08.1937, Qupperneq 22

Réttur - 01.08.1937, Qupperneq 22
menning andvana fætt. En með hjálp slíkra manna getur slíkt félag skapað tímamót í sögu íslenzkrar alþýðumenningar. Verið þess minnugir," lýðræðissinnaðir æskumenn, að án almennrar upplýsingar, almennrar menntun- ar, er ekkert lýðræði hugsanlegt, hvorki hér á landi né annarsstaðar. Óupplýst alþýða er bágstaddasta og volaðasta skepna jarðarinnar. Menntuð alþýða er sterkasta og glæsilegasta og virðulegasta vald heims- ins. Aukin menntun alþýðu er hin eina líftrygging lýðræðisins. Látið það vera verkefni Ungmennafélag- anna í hverri einustu sveit, að tryggja lýðræðið með því að efla upplýsinguna. Martröð Mussolínis. Eftir Michael Godl. Eins og flestum lygurum, hásvindlurum og morð- ingjum, gengur Mussolini illa að njóta svefns. Oft í seinni tíð hefir hann átt skelfilegar nætur, þótt dag- arnir væru fullir af dýrð og ljóma. T.d. eftir hinn sögulega dag, er hann vísaði Englandi til helvítis, og sendi nýja 50,000 manna hersveit suður á eyðimerk- ur Afríku og fann upp handa sér enn einn háglæst- an einkennisbúning og hafði þjáðst óvenjulítið af sínu króniska hægðaleysi, þá sótti hann heim þessi sér- staklega vondi draumur. Benito hafði verið á fótum lengi fram eftir, og skrifað nýtt móðgunarskjal til Abessiníu. Hann tók inn hægðapillurnar, færði sig úr sínu hernaðarlega lífstykki og þjónarnir sáu honum að vanda fyrir hans 'stórveldis hitapoka. Kærkomnasti nuddlæknir hans neri á honum verkjandi líkamann, þennan skrokk, sem veittist það erfiðara með hverjum deginum að halda Peter Pan-hlutverki sínu, að leika funandi 214

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.