Réttur


Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 26

Réttur - 01.08.1937, Blaðsíða 26
„Aðvara mig? Fyrir hverjum? Hvern þarf ég að hræðast?“ æpti Mussolini. ,,Fólkið,“ sagði móðir hans hljóðlega, og hún hvarf líka á burt, en Mussolini hrópaði af einskærri venju: „Handtakið hana! Hellið í hana laxerolíu.“ En nóttin var ekki á enda. Rauðir fánar fylltu her- bergið og hljómar Alþjóðasöngsins. Hann dró fram iharghleypuna og hleypti af öllum skotunum. Stór, svartur graðfoli kom valhoppandi inn í svefnherberg- ið. Hann frísaði að Mussó, aftur og aftur, tryllings- lega. Napoleon birtist í annað sinn með keisarafrú Josephínu.Þau dönsuðu can-can á rúmi Mussolinis, og lak blóð úr þeim. Einhver fleygði þungri stöng með medalíum ofan á Mussolini, svo að hann gat ekki andað. Á næsta augabragði var hann kominn í flug- vél, og það rigndi niður sítrónum, blöðum og spaghetti og braut vængi hennar. Hann féll og féll .... Ætlaði þetta aldrei að enda? Rússakeisari kom marsérandi inn og með honum heill her af nöktum prinsessum. Þær grettu sig og hvæstu að Mússolini; það ætlaði að drepa hann. Ungur ítalskur bóndason- ur lék á hirðingjaflautu, er breyttist skyndilega í vélbyssu og skotin dundu inn í Mussoíini. Næst fannst honum hann vera í stórum sal, þar sem allir hinir glitrandi kóngar og stjórnendur jarðar voru samansafnaðir. Mussolini var að halda eina af sínum ógnþrungnu ræðum, en þeir virtust ekki hlusta, held- ur bentu á hann og hlógu. Hann leit niður; hneyksli og skelfing! Hann var ekki í neinum buxum! Og aftur fylltu rauðir fánar herbergið og Alþjóða- söngurinn frá dögum æskunnar. Járnsmiðurinn faðir hans birtist og barði með hamri í höfuð hans í takt við Alþjóðasönginn. Milljón hænur með rússnesk her- togaandlit flögruðu um í herberginu, klakandi og gargandi, og þöktu Mussolini með driti sínum og öðrum freudisma táknum. Allt í einu fór að korra í honum; það var verið að hengja hann! 218

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.