Réttur


Réttur - 01.08.1937, Page 27

Réttur - 01.08.1937, Page 27
„Mamma!“ hljóðaði hann og hrökk upp. „Hjálp, hjálp, ljós!“ Þjónarnir komu hlaupandi inn; þeir voru orðnir því vanir að hann fengi martröð, og kveiktu. Titrandi á beinunum settist Mussolini við skrifborð- ið og dró fram stranga af nýjum og enn hræðilegri fyrirskipunum ....... Allir sósíalistar, kommúnist- ar og frjálslyndir borgarar á Ítalíu skulu þegar í stað leitaðir uppi og skotnir, eitt skipti fyrir öll. Eftir margra ára algert einræðisvald skalf Mussolini enn af hræðslu við höfuðóvin sinn, fólkið á Italíu. Það færði honum ennþá slæma drauma. Kr. Andrésson þýddi. VÍÐSJÁ. Japan — Kína. Einna alvarlegustu •fréttirnar, sem berast utan úr heimi nú síðustu dagana eru hinar sífellt vaxandi skærur og aukna stríðhætta milli Japan og Kína. Virðist svo sem þar geti brugðist til beggja skauta og vel líklegt að til alvarlegrar styrjaldar geti dregið. Lesendum „Réttar“ eru kunnar þær hernaðaráætl- anir, sem japanska afturhaldið með Hirota í broddi fylkingar, hafði alið við brjóst sér. Markmiðið var að gera Japan að einu voldugasta nýlenduríki heims- ins. Kínaveldi allt skyldi tekið herskildi, Sovjetlöndin allt til Úralfjalla og yfirrráð og áhrif Englands og Bandaríkjanna í Austur-Asíu og Kyi'rahafi þurrkuð út. Innrásin í Mandsjúríu og stofnun hins japanska leppríkis Mandsjukúo var fyrsti áfanginn á þessari braut, síðan sífelldur yfirgangur og kúgun á Norður- héruðum Kína. Engin ráð voru spöruð, fylkisstjórar keyptir, allskyns átyllum logið upp til að fá færi á að hafa japanskt setulið á þessum stöðvum. En nú 219

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.