Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 2

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 2
hér eiga hin borgaralegu lýðræðisríki það sama á. hættu og ríki hins sósíalistiska lýðræðis, Sovétríkin. Því þótt Hitler tali hátt um bandalag gegn Kommún- ismum, þá vita allir, að hann meinar fyrst og fremst borgaralegu lýðræðislöndin, enda er það að öllu leyti hægara fyrir fasistaríkin, að reyna að slá þau niður fyríst, heldur ,en að ætla að leggja í hið volduga ríki verkalýðsins í austri. Abessinía, Spánn, Kína, Aust- urríki, Tékkóslovakia — markar líka bezt leiðina, sem fasistabandalagið ætlar sér. Og undirróður ítala í brezka heimsveldinu og áhrifasvæðum þess, og und- irróður Mussolinis og Hitlers í Frakklandi, til að koma þar fasistauppreisn af stað, sýnir bezt hvað fasist- arnir ætla sér. Og það er vitanlegt, að ekkert væri hægara fyrir England, Frakkland, Sovétríkin, Bandaríkin og smá- þjóðirnar, en að stöðva fasistaríkin í yfirgangi þeirra og ófriði, — ef þessi ríki bara stæðu saman, og létu fasistaríkin á sér skilja, að ofbeldi þeirra yrði ekki lengur þolað. Þýzkaland, Ítalía og Japan eru m. a. fjárhagslega svo á heljarþröminni, að þau verða að leita til.lýðræðislandanna um lán — til að halda víg- búnaði sínum áfram!! Sovétríkin hafa líka frá upphafi viljað fylgja fram þessari pólitík, að láta hart mæta hörðu, og þola ekki samningsrof og ofbeldi fasistaríkjanna. Sovétríkin vildu fullkomna refsiaðgerðirnar gagnvart Ítalíu, — þau vildu láta spönsku lýðveldisstjórnina fá vopn, þau afhjúpuðu skrípaleik hlutleysisnefndarinnar og hjálp- uðu stjórninni á Spáni eftir mætti, — þau gerðu samn- ing við Kína um allskonar aðstoð við það, strax og Japan réðist á það. Meginreglan, sem Sovétríkin berjast fyrir, er að þjóðirnar verndi sameiginlegt ör- yggi sitt me.ð því að koma sameiginlega fram gegn friðarspillunum, tafarlauist og með harðfylgi. En nú hefir það sýnt sig, að mikið vantar á, að lýð- ræðisþjóðir Vesturlanda fáist til að framfylgja þess- 2

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.