Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 4

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 4
hjá Englandi, þegar Þjóðverjar tóku Belgíu, og var það þó ekki nærri eins níðingslega að farið og nú með Austurríki. Og fasistaríkin, sem finna að þeim leyfist allt, færa sig auðvitað upp á skaftið. Tékkóslovakia fær þegar að kenna á því. — Og smærri ríkin, eins og Rúmenía, Jugóslavía og slík, sem staðið hafa nærri Frakklandi áður, finna að þaðan er engrar hjálpar að vænta — og byrja að snúa sér til Þýzkalands og Ítalíu .eftir reglunni: heiðra skaltu skálkinn, svo að hann skaði þig ekki. Hvað veldur þessari undanlátssemi borgaralegu lýðræð'sríkjanna ? Sönnum vinum lýðræðisins hlýtur þó að vera ljóst hvert stefnir. Orsökin kemur bezt í ljós, ef athuguð er afstaða frönsku ríkisstjórnarinnar. Þessi stjórn er sjálf studd af alþýðufylkingu vinstri flokkanna g.egn fasisma. Innan Frakklands vinnur fasisminn, þ. e. a. s. fasista- flokkarnir og versta afturhaldsklíka auðmannastétt- arinnar, leynt og ljóst gegn stjórninni með öllum að- ferðum, allt frá spellvirkjum í iðnaðinum til upp- reisnarundirbúnings. Þessi ríkisstjórn á sjálf í höggi við samsærismenn, sem hafa gífurlegan undirbúning til borgarastríðs og færast í aukana við að sjá afstöð- una, sem lýðræðislöndin taka til samskonar upp- reisna og landráða á Spáni. Franska alþýðufylkingar- stjórnin v.eit, að bezta ráðið til að firra franska lýð- veldið fasistahættunni, er að berja fasistauppreisn- ,ina á Spáni nógu kröftuglega niður. Og samt aðhefst franska stjórnin ekkert! Og ekki nóg með þetta. Hagsmunir Frakklands sem stórveldis eru .einnig í hættu, ef Ítalía nær tök- um á Spáni og getur þannig slitið sambandi Frakk- lands við nýlendurnar. Og samt gerir franska stjórn- in ekkert! Undirrótin að þessu glæpsamlega aðgerðarleysi eru áhrif brezka auðvaldsins, sem ræður gerðum brezku 4

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.