Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 31

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 31
Þ. e. a. s. það þurfi að svipta auðmannastéttina öllu valdi yfir atvinnu- og framleiðslutækjum, fjármálum og öllum þáttum ríkisvaldsins, og stofnsetja í staðinn sameignarríki, þar sem eignaréttur einstaklinga yfir stórframleiðslu er ekki til, en öll verðmæti og atvinnu- tæki eru þjóðfélagsleg sameign, og ríkisvaldið er í höndum alþýðunnar og veitir henni allan stuðning, er það megnar. Og alþýðan notar þetta ríkisvald sitt fyrst og fremst til þess að útrýma völdum og áhrifum auð- mannastéttarinnar, andlegum og efnislegum. Þrátt fyrir þau 90 ár, sem liðin eru frá útkomu Ávarpsins, heldur það í flestum atriðum sínu fulla gildi, og meginefni þess er sígilt og mun aldrei þarfnast um- bóta eða leiðréttinga. Kommúnistaávarpið hefir verið þýtt á flest öll tungu- mál í heimi, og er tvímælalaust lang útbreiddasta fræði- rit verklýðshreyfingarinnar. Ávarpið er til á íslenzku, og vill Réttur nota þessi tímamót í sögu þess, til að minna alþýðu landsins á þetta vopn, því fræðsla þess er hverjum alþýðumanni ómetanlegur styrkur. Þér óskapist yfir því, að vér viljum afnema eignarréttinn. En í yðar þjóðfélagi geta niu tíundu hlutar mannanna ekkert eignazt. Og hinir hafa eignarrétt aðeins þessvegna, að fjöldinn hefir hann ekki. Þér ásakið oss þannig fyrir að vilja afnema eignarrétt, sem er því óhjákvæmilega skilyrði bundinn, að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðfélagsins eigi ekki neitt. í raun og veru ásakið þér oss aðeins fyrir það, að vér viljum afnema yðar eignarétt. En það ætlum vér nú samt að gera. Prá þeirri stundu, að ekki er lengur hægt að breyta vinnunni í auðmagn: peninga, jarðrentu eða annað félagslegt afl, sem ein stétt geti svælt undir sig — með öðrum orðum, þegar persónu- legur eignarréttur getur ekki lengur breytzt í borgaralegan, segið þér, að persónuleikinn sé eyðilagður. Þér játið þá, að persónuleiki sé í yðar augum ekkert annað en borgarinn, auðmaðurinn á vorum dögum. Það er rétt, þessi persónuleiki verður afnuminn. (Kommúmstaávarpið). 31

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.