Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 11

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 11
myndi að minnsta kosti láta í ljós undrun sína yfir því, að sjá bíl svo hættulega nærr.i sér, en hann sýndi ■ekki hina minnstu geðshræringu. Hann gekk hægt og rólega, eins og hann hefði búizt við mér, og beygði síðan höfuðið niður, til þess að sjá inn í bílinn. ,,Má eg sitja í hjá þér, vinur?“ spurði hann. Eg sá stórar, skörðóttar tennur, eins og í hesti, brúnar af tóbaki. Rödd hans var hvell og nefkvæð, og hann dró seiminn eins og tíðkast í Suðurríkjunum. í Vestur-Virginía virðast fáir bæjarbúar tala þannig. Eg gizkaði á, að hann væri upp alinn í fjalllendinu. Eg leit á fötin hans. Gömul húfa, ný blá vinnu- skyrta, dökkar buxur, allt gegndrepa af rigningunni. Þau sögðu mér ekki mikið. Eg hlýt að hafa verið niðursokkinn í hugleiðingar um hann nokkur augnablik, því að hann spurði mig aftur: ,,Eg ætla til Weston“, sagði hann, ,,átt þú leið þangað?“ Um leið og hann sagði þetta, leit eg í augu hans. Gljáinn var horfinn, og þau voru nú ,eins og venju- leg augu, brún og vot. Eg vissi ekki hverju eg átti að svara. í rauninni vildi eg helzt ekki taka hann með. Þetta atvik hafði sett mig út úr jafnvægi, og mig langaði til að komast út úr göngunum og frá honum líka. En eg sá, að hann leit á mig með þolinmæði og jafnv.el auðmjúkur. Regnvatnið rann niður eftir andlitinu á honum, og hann stóð þarna og bað um að mega aka með mér, og beið þolinmóður eftir svari mínu. Eg hefði skammast mín fyrir að svara neitandi. Auk þess var eg forvit- inn. „Seztu upp í“, sagði eg. Hann settist við hlið mér, og hélt á brúnum böggli. Við lögðum af stað út úr göngunum. Vegalengdin frá Gauley til Weston er um 100 míl- ur og einn erfiðasti fjallvegur, sem eg hefi farið. Fimm mílur upp í mót.i — upp á hæð, — þá fimm mílur niður á við, og svo upp á þá næstu. Vegurinn 11

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.