Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 9

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 9
leitur vörubíll á miklum hraða fyrir beygjuna hinum megin. Beygjan var svo kröpp, að eg hafði ekki séð ljósin á honum. Göngin voru svo þröng, að bílar gátu með naumindum mætzt þar, og fyrr en varði var vörubíllinn kominn fast að mínum bíl. Eg greip í ofboði til hemlunnar. En þótt hraðinn væri aðeins 10 mílur á klukkustund, rann bíllinn til, fyrst að vörubílnum, síðan upp að klettaveggnum, og staðnæmdist þar. Vörubíllinn tók snöggt viðbragð, straukst framhjá, ekki meir en þumlungsbreidd frá aurbrettinu á bílnum mínum, og ók áfram gegnum göngin. Eg sá snöggvast einbeitt andlit hins unga bílstjóra. Hann starði fram á veginn, með gúlann troðinn af tóbaki. Eg man að eg óskaði þess, að hann svelgdi tóbakið og kafnaði af því. Eg setti bílinn aftur í gang og í fyrsta gír. Þá fyrst sá eg, að maður stóð fyrir framan bílinn, svo sem feti frá innra hjólinu. Mér varð mjög bilt við, að sjá manninn þarna, og hrópaði upp yfir mig. Mér datt fyrst í hug, að hann hefði komið gang- andi inn í göngin eftir að bíllinn hafði stöðvazt. Eg var sannfærður um, að hann hafði ekki verið þar áður. En þá tók eg eftir því, að hann sneri að mér hliðinni og hélt hendinni uppréttri, eins og til að gefa stöðvunarmerki. Ef hann hefði verið að ganga inn í göngin, hefði hann snúið beint á móti mér —- hann hefði þá ekki snúið hliðinni að og horft á vegg- inn hinum megin. Það var auðséð, að eg hafði næst- um ekið á hann, og hann virtist ekki hafa hugmynd um það. Hann vissi ekki einu sinni að eg var þarna. Það fór hrollur um mig. Mér fannst eg sjá mann liggja molaðan undir hjólinu á bílnum mínum, og mig sjálfan standa yfir honum. Eg kallaði til mannsins: ,,Halló!“ Hann svaraði ekki. Eg kallaði hærra. En hann leit ekki einu sinni við. Hann stóð þarna grafkyrr, með upprétta hend- ina, þumalfingurinn upp í loftið. Þetta gerði mig 9

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.