Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 5

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 5
íhaldsstjórnarinnar, sem svo aftur hefir áhrif á frönsku stjórnina. Og í þessuní spillandi áhrifum auð- valdsins á lýðræðið liggur mesta hættan fólgin. Fyrir auðmönnum eins lands er það æðsta boðorð- ið að viðhalda óskertu valdi þeirra til að græða á verkalýðnum. Frelsi, lýðræði, ættjörð — jafnvel stór- veldaafstaða „lands þeirra“ er hjóm og froða í sam- anburði við þetta eina áhugamál þeirra — að kúga og græða. Þess vegna er það, að spillt stétt auðmanna svíkur hagsmuni lands ,,þeirra“, ef hún óttast að yfir- ráð þeirra verði á einhvern hátt rýrð. Og mikill hluti auðmannastéttarinnar sér, að aukið lýðræði þýðir vaxandi áhrif verkalýðsins og meiri takmarkanir á gróða- og kúgunarmöguleikum þeirra. Nú var það hins vegar alveg auðsætt fyrir auð- mannastétt fasistalanda, eins og t. d. Þýzkalands, að hún hafði allt að vinna við að grípa til fasismans. Öðru máli er að gegna fyrjr t. d. auðmannastétt Bret- lands, hvað snertir heimsveldisaðstöðu hennar, því að Bretlandi sem heimsveldi er einmitt hætta búin af fasistaríkjunum. Sá hluti brezku auðmannastéttar- innar — og það er ráðandi hlutinn —, sem nú ýtir undir fasistaríkin, er því beinlínis að svíkja heims- veldishagsmuni Bretlands, til þess að tryggja yfirráð auðmannastéttarinnar betur. Slík auðmannastétt tek- ur hagsmuni sína sem stéttar þannig fram yfir þjóðar- hagsmuni þess ríkis, sem hún þó ræður og vald henn- ar byggist á. Með slíkan aðila við völd sem auðmannastéttina og undir stjórn trúnaðarmanna hennar er því von að lýðræðinu gangi erfiðlega viðureignin við fasismann. Yfirráð auðmannanna lama baráttuþrótt lýðræðisins, holgrafa það og spilla fyrir því í hvívetna, — enda hefir franska auðvaldið bezt sýnt, hve reiðubúið það er til uppreisnar gegn franska lýðveldinu, þó vitan- legt sé, að eftir slíka uppreisn yrði Frakkland ekki lengur stórveldi. 5

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.