Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 25

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 25
sig lengur. Tilviljunin varð að ráða, hvernig sjóirnir kæmu á það, hvort það flyti eða sykki. Hverjum ein- um var fengið ákveðið verk við að ausa eða moka til kolum, allir gengu að verki sínu með festu og ró. Þetta var tafl um líf eða dauða. Menn voru alvarleg- ir, en án ótta, og skiptust á aðeins nauðsynlegustu orðum. Á slíkum alvörustundum lífsins bregðast menn mis- jafnlega við. Kristján, sem á konu og fjögur börn heima, er lítilsháttar utan við sig annað kastið. Hug- urinn er heima hjá þeim. Hvað verður um þau, ef hann drukknar hér? Hvernig komast þau af án fyr^r- vinnu hans? Jón, sem er nýgiftur og á eitt barn, vipn- ur eins og berserkur. Hann má ekki deyja! Hann verður að koma heim til þeirra! Og hann bítur á jaxl- inn og bölvar af áreynslu. Baráttan fyrir lífinu er bundin við þennan blett, en hugur allra er heima. Haraldur er heimspekingur skipsins. Hann hefir ferðazt um öll úthöfin, er og hefir allt af verið lausa- maður, og sættir sig við öll þau óteljandi afbrigði af lífinu, sem hann hefir orðið fyrir. Getur einn allra með sjálfum sér skilið, að þannig hljóti allt að taka einhvern enda. Alveg eins og kynslóðirnar á undan hafa dáið, þannig hljóti nú æfiþráður hans og þess- ara félaga hans að slitna á þennan hátt. Það þýði ekki að snúa undan örlögum sínum, livernig svo sem þau beri að. Milljónir manna hafa lifað í heiminum áður, orðið gamlir eða dáið ungir. Lífið sé hvort sem er ekki annað en sífellt erfiði, sífelld barátta fyrir að deyja ekki úr hungri, fléttað smávægilegum gleðistundum. Og þó er ekki vert að deyja, ef maður getur lifað. Haraldur vill ekki heldur viðurkenna að þetta sé von- laust. Hann veit að fyrir þann, sem vill lifa núna, duga hvorki hugarórar eða heimspekilegar hugleið- ingar, heldur þróttmiklar athafnir, og hann þrælast með sama kappinu og félagar hans. Þeir eru renn- blautir, lcaldir og illa til reika, moka og ausa á víxl. 25

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.