Réttur


Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 30

Réttur - 01.03.1938, Blaðsíða 30
sína til þess að forða verðmætum samtíðar og framtíð- ar frá glötun, yfir á land frelsis og jafnréttis. Eg þekki enga þók síðari ára, sem væri eins erfitt að grafa í djúp þagnar og gleymsku. Og eitt er víst, að eins og ofsóknir skrumblaðanna um Kiljan og Þórberg voru kveðnar í þögn af alþýðunni sjálfri, svo mun og þögn borgaranna um Jóhannes úr Kötlum gera rödd hans hljóðbærari til alþýðu íslands. Á meðan Jóhannes úr Kötlum kvað sitt bí, bí og blaka, átti hann hylli borgarablaðanna, hann var einn af þeim ungu, sem hlaut að vinna lárviðarkranz hrós- yrðanna; en eftir að alþýðan hafði vakið hann og bent honum á hið stóra hlutverk sönghæfasta ijóðsvans henn- ar, fluttu borgararnir hann yfir á nafnaskrá „þegna þagnarinnar“. En alþýðan hlustar — og þegar hún heyrir í stefja- málum skáldsins enduróm tónanna, er liðu einn og einn frá brjósti hennar út í bláinn, þá tekur hún undir, svo- þögnin fyllist af söng. Stefán ÖgmuncLsson. Kommúnisfaávarpið 90 ára. í ársbyrjun 1848 gerðist sá stóratburður í sögu verk- lýðshreyfingarinnar, að Kommúnistasambandið gaf út stefnuskrá sína, Kommúnistaávarpið. Þetta litla rit gefur svo ljósa skilgreiningu á þróun auðvaldsskipu- lagsins, að slíkt hafði aldrei sézt fyr, og þar er í fyrsta sinni lýst með óhrekjandi rökum orsökum stéttaskipt- ingarinnar, og sýnt fram á nauðsyn stéttabaráttunnar. I þessu litla riti eru verkalýðnum fengin þau fræði- legu vopn, sem hann þarfnast í hagsmuna- og valda- baráttu sinni. Þar er í fyrsta sinn sú skoðun sett fram, að verkalýðurinn verði að taka völdin með byltingu. 30

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.