Réttur


Réttur - 01.03.1938, Side 1

Réttur - 01.03.1938, Side 1
REITUR XXIII. ÁRG. MARZ 1938. 1. HEFTI Á auövaSdinu að takast að fá lýðræðið til að fremfa sfálfsmorð ? Eitt af því, sem eðlilega vekur öllum vinum lýð- ræðis og frelsis vaxandi áhyggjur um framtíðina, ,er stefna sú, sem tvær helztu stjórnir borgaralegu lýð- ræðislandanna, enska og franska stjórnin, fylgja gagnvart yfirgangi fasismans. Hverjum manni — einnig þótt hann tilheyri smárri þjóð í afskekktu landi, eins og við fslendingar — verð- ur að vera það ljóst, að í því mikla tafli, sem teflt er í utanríkispólitík vorra daga, er teflt um sjálfstæði hverrar einustu þjóðar, um lýðræði hvers lands, um persónulegt frelsi hvers einstaklings. Sá hildarleikur, sem háður er milli fasisma og lýðræðis um heim allan, snertir því hvern einasta einstakling. Frelsisræningjar og friðarspillar heimsins — fas- istaríkin Þýzkaland, Ítalía og Japan, — hafa gert bandalag sín á milli, bandalag, sem miðar að því, að gera aðrar þjóðir þessum ríkjum undirgefnar, skipta sér af þeirra innri málum og beinlínis leggja lönd þeirra undir sig. Af þessu bandalagi stafar því öllum þjóðum lýðræðis og menningar stórhætta. Frá þessum fasistaríkjum kemur sú styrjöld, sem með hverju ár- inu færist út á nýtt svið, og fyrr en varir getur breytzt í heimsstyrjöld. Það ætti að liggja í augum uppi, að gegn þessari ógn fasismans eiga öll lýðræðisríki að taka höndum saman, öll lýðræðisöfl að mynda eina fylkingu. Og 1

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.